Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 2. desember sýnir hún hvernig á að gera jólaniðurtalningarskrautmun sem aðstoðar börnin við að skilja hversu margir dagar eru til jóla. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirVið vitum öll að tími mömmunnar er dýrmætari en gull, og þá sérstaklega í desember þegar mínúturnar í sólahringnum virðast ennþá færri en venjulega. Ég veit að það tekur ekki langan tíma að svara spurningunni „hvað eru margir dagar til jóla?“ en af hverju að gera það þegar maður getur sloppið við það?Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti þessa plötu, og það fyrsta sem ég gerði var að mála hana rauða, jólasveinarauða. Svo tók ég eina af þessum frábæru glasamottum og málaði bakhliðina á henni svarta með krítarmálningu, ég elska krítarmálningu, þið getið ekki trúað því hvað þessi eina dós hefur dugað mér í mörg verkefni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo fjórar íspinnaspýtur, málaði þær gylltar og klippti þær niður þannig að þær mynduðu ramma utan um glasamottuna. Svo límdi ég rammann niður með trélími og voila, beltissylgja.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg notaði krítarmálninguna til að mála rönd sem var jafn breið og beltissylgjan þvert yfir fjölina, til að jólasveinninn fengi belti. Ég er viss um að Stúfur og allir bræður hans eigi mjög sætar brækur, en mig langar ekkert til að sjá þær. Ég fór svo í tölvuna og prentaði út „Það eru dagar til jóla“ og notaði uppáhalds aðferðina mína til að færa textann yfir á sveinka. Þið vitið hvaða aðferð, krassað með blýanti á rönguna á blaðinu, blaðinu snúið við, fest með málningarlímbandi á fjölina og farið yfir útlínur textans með blýantinum.Sjá einnig: Að færa texta yfir á við Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þegar þú lyftir blaðinu upp þá ættir þú að sjá útlínur textans, kannski ekki mjög augljóst en nóg til að þú getur farið yfir þetta með sérstökum hvítum málningarpenna, svokölluðum paintmarker, dýrka þá. Þegar textinn var kominn þá vildi ég að þetta myndi líta út eins og nokkrar fjalir festar saman þannig að ég tók þunnan svartan paintmarker, stóra reglustiku og útbjó línur lárétt yfir allt spjaldið.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo tók ég svarta málningu og þurrburstaði yfir línurnar, þetta gerði ég til að þetta líti út fyrir að vera eldra en það er, á ensku er þetta kallað „distress.“ Það síðasta sem þú gerir er að festa beltissylgjuna á miðjuna á beltið með trélími. Ég sagði hérna fyrir ofan að ég elskaði paintmarker pennana mína, ég elska líka krítarpennana, og þú getur notað þá til að skrifa á beltissylgjuna hvað það eru margir dagar til jóla.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirOg þá var þetta komið. Ef þú vilt þá getur þú fest eitthvað til að hengja þetta upp á bakhliðinni, en það besta er að núna þarf upptekna mamman aldrei að svara hvað það eru margir dagar til jóla. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 2. desember sýnir hún hvernig á að gera jólaniðurtalningarskrautmun sem aðstoðar börnin við að skilja hversu margir dagar eru til jóla. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirVið vitum öll að tími mömmunnar er dýrmætari en gull, og þá sérstaklega í desember þegar mínúturnar í sólahringnum virðast ennþá færri en venjulega. Ég veit að það tekur ekki langan tíma að svara spurningunni „hvað eru margir dagar til jóla?“ en af hverju að gera það þegar maður getur sloppið við það?Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti þessa plötu, og það fyrsta sem ég gerði var að mála hana rauða, jólasveinarauða. Svo tók ég eina af þessum frábæru glasamottum og málaði bakhliðina á henni svarta með krítarmálningu, ég elska krítarmálningu, þið getið ekki trúað því hvað þessi eina dós hefur dugað mér í mörg verkefni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo fjórar íspinnaspýtur, málaði þær gylltar og klippti þær niður þannig að þær mynduðu ramma utan um glasamottuna. Svo límdi ég rammann niður með trélími og voila, beltissylgja.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg notaði krítarmálninguna til að mála rönd sem var jafn breið og beltissylgjan þvert yfir fjölina, til að jólasveinninn fengi belti. Ég er viss um að Stúfur og allir bræður hans eigi mjög sætar brækur, en mig langar ekkert til að sjá þær. Ég fór svo í tölvuna og prentaði út „Það eru dagar til jóla“ og notaði uppáhalds aðferðina mína til að færa textann yfir á sveinka. Þið vitið hvaða aðferð, krassað með blýanti á rönguna á blaðinu, blaðinu snúið við, fest með málningarlímbandi á fjölina og farið yfir útlínur textans með blýantinum.Sjá einnig: Að færa texta yfir á við Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þegar þú lyftir blaðinu upp þá ættir þú að sjá útlínur textans, kannski ekki mjög augljóst en nóg til að þú getur farið yfir þetta með sérstökum hvítum málningarpenna, svokölluðum paintmarker, dýrka þá. Þegar textinn var kominn þá vildi ég að þetta myndi líta út eins og nokkrar fjalir festar saman þannig að ég tók þunnan svartan paintmarker, stóra reglustiku og útbjó línur lárétt yfir allt spjaldið.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo tók ég svarta málningu og þurrburstaði yfir línurnar, þetta gerði ég til að þetta líti út fyrir að vera eldra en það er, á ensku er þetta kallað „distress.“ Það síðasta sem þú gerir er að festa beltissylgjuna á miðjuna á beltið með trélími. Ég sagði hérna fyrir ofan að ég elskaði paintmarker pennana mína, ég elska líka krítarpennana, og þú getur notað þá til að skrifa á beltissylgjuna hvað það eru margir dagar til jóla.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirOg þá var þetta komið. Ef þú vilt þá getur þú fest eitthvað til að hengja þetta upp á bakhliðinni, en það besta er að núna þarf upptekna mamman aldrei að svara hvað það eru margir dagar til jóla.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00