Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína um þrjúleytið í dag. Upp úr sauð á Alþingi í gær þar sem tekist var á um þörf héraðssaksóknara á frekara fjármagni til að sinna aukningu í málum á borði hans. Á meðal málanna er Samherjamálið svonefnda til viðbótar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsal í fússi á mánudag eftir orðaskipti við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í pontu á Alþingi í dag að panikk hefði gert vart við sig hjá ríkisstjórninni í vegna málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist ekkert skilja í fullyrðingum Þorgerðar Katrínar þar sem hún sat með Liverpool-trefil í sæti sínu. Liverpool getur með sigri á Napólí í kvöld tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svöruðu þessum ummælum Þorgerðar Katrínar. Sigurður sagði við mikla kátínu í þingsal að gleymst hefði að láta hann vita af þessu panikki. Sagði Birgir ræðuna hennar „rugl“ og minnti á að hann væri seinþreyttur til slíkra orða í ræðustól. „Það hafði engin úrslitaáhrif þó að auðvitað þessi stemmning í kringum Samherjamálið rifjaði upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Hann eigi eftir að ræða við skrifstofustjóra um praktískt framhald á störfum sínum á þingi. Hann ætli þó ekki að halla sér upp að ákveðnum flokkum. „Þetta er ekki flokkaflakk.“ Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafa farið að einhverju leyti saman hönd í hönd sem þingmenn VG sem gagnrýna samstarf flokkanna. Skrifuðu þau til að mynda hvorugt undir stjórnarsáttmálann á sínum tíma. „Ég lét hana vita áður en ég tilkynnti þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek út frá mínum persónulegu þolmörkum og get ekkert svarað fyrir hana,“ segir Andrés. Aðspurður hvort reikna megi með því að atkvæði Andrésar muni í auknum mæli falla með stjórnarandstöðunni segir Andrés: „Ég tek afstöðu til mála á málefnalegum grunni eins og ég hef gert til þessa.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína um þrjúleytið í dag. Upp úr sauð á Alþingi í gær þar sem tekist var á um þörf héraðssaksóknara á frekara fjármagni til að sinna aukningu í málum á borði hans. Á meðal málanna er Samherjamálið svonefnda til viðbótar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsal í fússi á mánudag eftir orðaskipti við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í pontu á Alþingi í dag að panikk hefði gert vart við sig hjá ríkisstjórninni í vegna málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist ekkert skilja í fullyrðingum Þorgerðar Katrínar þar sem hún sat með Liverpool-trefil í sæti sínu. Liverpool getur með sigri á Napólí í kvöld tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svöruðu þessum ummælum Þorgerðar Katrínar. Sigurður sagði við mikla kátínu í þingsal að gleymst hefði að láta hann vita af þessu panikki. Sagði Birgir ræðuna hennar „rugl“ og minnti á að hann væri seinþreyttur til slíkra orða í ræðustól. „Það hafði engin úrslitaáhrif þó að auðvitað þessi stemmning í kringum Samherjamálið rifjaði upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Hann eigi eftir að ræða við skrifstofustjóra um praktískt framhald á störfum sínum á þingi. Hann ætli þó ekki að halla sér upp að ákveðnum flokkum. „Þetta er ekki flokkaflakk.“ Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafa farið að einhverju leyti saman hönd í hönd sem þingmenn VG sem gagnrýna samstarf flokkanna. Skrifuðu þau til að mynda hvorugt undir stjórnarsáttmálann á sínum tíma. „Ég lét hana vita áður en ég tilkynnti þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek út frá mínum persónulegu þolmörkum og get ekkert svarað fyrir hana,“ segir Andrés. Aðspurður hvort reikna megi með því að atkvæði Andrésar muni í auknum mæli falla með stjórnarandstöðunni segir Andrés: „Ég tek afstöðu til mála á málefnalegum grunni eins og ég hef gert til þessa.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira