Fótbolti

Rúnar Már snýr aftur í byrjunarliðið á móti Man Utd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson í baráttunni við Marcus Rashford í leiknum á Old Trafford.
Rúnar Már Sigurjónsson í baráttunni við Marcus Rashford í leiknum á Old Trafford. Getty/Ash Donelon
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er í byrjunarliði Astana í dag þegar liðið tekur á móti Manchester United í Evrópudeildinni.

Rúnar Már meiddist í landsleik með Íslandi í október og missti af tveimur síðustu leikjum Astana í Evrópudeildinni sem voru báðir á móti hollenska liðinu AZ Alkmaar.

Rúnar Már er aftur orðinn leikfær og er í byrjunarliðinu á móti Manchester United í dag en leikurinn fer fram Kasakstan og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Leikurinn er á Stöð 2 Sport og byrjar klukkan 15.45 en útsendingin hefst klukkan 15.40.

Rúnar spilaði allan fyrri leik liðanna á Old Trafford þar sem Manchester United vann nauman 1-0 sigur.

Rúnar er með 4 mörk og 2 stoðsendingar í Evrópudeildinni á þessu tímabili og skoraði í síðasta Evrópuleiknum sínum sem var á móti Partizan í byrjun október.

Rúnar byrjar í dag á fjögurra manna miðju Astana en við hlið hans á miðri miðjunni er Hvít-Rússinn Ivan Mayewski.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×