Innlent

SGS fordæmir hækkanir

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm

Starfsgreinasambandið (SGS) fordæmir í yfirlýsingu gjaldskrárhækkanir sem víða eru boðaðar hjá sveitarfélögum. Um sé að ræða hækkanir sem jafnvel nemi á annan tug prósenta auk yfirgengilegra hækkana á launum bæjarstjórnarfólks.

Þá eru verulegar hækkanir og breytingar á leigukjörum í félagslegu húsnæði einnig gagnrýndar harðlega.

Telur SGS að hér sé um brot að ræða á yfirlýsingu Sambands sveitarfélaga sem gefin var út í tengslum við lífskjarasamningana. Þar var því beint til sveitarfélaga að hækka ekki gjaldskrár sínar umfram 2,5 prósent á næsta ári.

SGS skorar á sveitarfélög að standa við umrædda yfirlýsingu og axla þannig ábyrgð á því að markmið kjarasamninganna náist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.