Innlent

SGS fordæmir hækkanir

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm
Starfsgreinasambandið (SGS) fordæmir í yfirlýsingu gjaldskrárhækkanir sem víða eru boðaðar hjá sveitarfélögum. Um sé að ræða hækkanir sem jafnvel nemi á annan tug prósenta auk yfirgengilegra hækkana á launum bæjarstjórnarfólks.Þá eru verulegar hækkanir og breytingar á leigukjörum í félagslegu húsnæði einnig gagnrýndar harðlega.Telur SGS að hér sé um brot að ræða á yfirlýsingu Sambands sveitarfélaga sem gefin var út í tengslum við lífskjarasamningana. Þar var því beint til sveitarfélaga að hækka ekki gjaldskrár sínar umfram 2,5 prósent á næsta ári.SGS skorar á sveitarfélög að standa við umrædda yfirlýsingu og axla þannig ábyrgð á því að markmið kjarasamninganna náist.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.