Innlent

Staða borgarinnar og skerðingar til öryrkja í Víglínunni

Andri Eysteinsson skrifar
Stærsta mál hvers vetrar í borginni, fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar, er komin til umræðu þar sem reiknað er með 12,9 milljarða afgangi á allri samstæðunni eftir fjármagnsliði. Útgjöld verða aukin meðal annars vegna samdráttar í efnahagslífinu. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi ásamt Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur formanns borgarráðs til að skiptast á skoðunum á stöðu borgarinnar.

Þá koma þær Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna og Inga Sæland formaður Flokks fólksins til að ræða meðal annars mál albönsku konunnar sem send var úr landi komin 36 vikur á leið. Þær munu einnig ræða skerðingar sem öryrkjar verða fyrir vegna leiðréttinga sem þeir eru loksins að fá frá Tryggingastofnun og önnur mál ef tíminn leyfir.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×