Ákveðin hættumerki sem við verðum að fylgjast með Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 19:45 Vísbendingar eru um að drykkja unglinga sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér undir morgun kom fram að talsverð ölvun var í miðbænum í gærkvöldi og nótt og þurfti lögregla meðal annars að hafa afskipti af nokkrum ungmennum undir 18 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem þau voru sótt af foreldrum sínum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi og telur lögregla vísbendingar um að drykkja unglinga sé að aukast. „Við svona sem að erum að vinna mikið með unglingum og í kringum unglinga og svona við kannski finnum það að það er hugsanlega að losna þarna aðeins taumhald,“ segi Birgir Örn Guðjónsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Birgir segir drykkju í kringum hátíðir eins og Menningarnótt og 17. júní sjást í auknu mæli hjá ungmennum. „Núna síðast á Menningarnótt var bara talsvert um áfengisneyslu og þar sem að lögreglan var þá að grípa inn í og hafa þá samband við foreldra og annað,“ segir Birgir „Við erum aðeins að greina núna vísbendingar um að hérna það sé að aukast aftur drykkja og það er mikil aukninga á veipi til dæmis og sígarettum,“ segir Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. „Svona þegar við berum saman bækur okkar kollegar að þá svona finnst okkur svona aðeins, þá er svona tilfinningin að þetta gæti aðeins verið að losna um aðhald, sem skapar þá mögulega á meira fikt og hérna meiri spennu svona einhvers staðar í hérna eftirlitsleysi eða einhverju slíku,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjaskóla. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi í huga að það er brot á barnaverndarlögum að virða ekki útivistartíma barna. „Við greinum líka slaka í félagslegu taumhaldi sem þýðir það að börn eru lengur úti. Foreldrar eru ekki svona skýrir með útivistartímann og við þurfum bara að minna foreldra á og við höfum til dæmis núna verið að setja aftur í gang foreldrarölt,“ segir Guðrún. Slík rölt voru algeng á árum áður og eru notuð til þess að fylgjast betur með börnum á kvöldin og auka samskipti á milli foreldra. Birgir segir nokkur dæmi um það að börn hafi verið drukkin á böllum fyrir börn í efri bekkjum grunnskóla. „Því miður þá hefur það aðeins verið að koma upp aftur og hérna núna bara mjög nýleg dæmi um slíkt. Bæði þá um drykkju og þá líka sem að er komið út í slagsmál. Þetta eru náttúrulega algjörlega sko. Núna ætla ég alls ekki að mála einhvern skratta á vegginn sko vegna þess að sjálfsögðu er langmestur meirihluti barna og unglinga skilurðu bara í frábærum málum en það eru ákveðin hættumerki sem að við verðum aðeins að fylgjast með,“ segir Birgir. Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Vísbendingar eru um að drykkja unglinga sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér undir morgun kom fram að talsverð ölvun var í miðbænum í gærkvöldi og nótt og þurfti lögregla meðal annars að hafa afskipti af nokkrum ungmennum undir 18 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem þau voru sótt af foreldrum sínum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi og telur lögregla vísbendingar um að drykkja unglinga sé að aukast. „Við svona sem að erum að vinna mikið með unglingum og í kringum unglinga og svona við kannski finnum það að það er hugsanlega að losna þarna aðeins taumhald,“ segi Birgir Örn Guðjónsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Birgir segir drykkju í kringum hátíðir eins og Menningarnótt og 17. júní sjást í auknu mæli hjá ungmennum. „Núna síðast á Menningarnótt var bara talsvert um áfengisneyslu og þar sem að lögreglan var þá að grípa inn í og hafa þá samband við foreldra og annað,“ segir Birgir „Við erum aðeins að greina núna vísbendingar um að hérna það sé að aukast aftur drykkja og það er mikil aukninga á veipi til dæmis og sígarettum,“ segir Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. „Svona þegar við berum saman bækur okkar kollegar að þá svona finnst okkur svona aðeins, þá er svona tilfinningin að þetta gæti aðeins verið að losna um aðhald, sem skapar þá mögulega á meira fikt og hérna meiri spennu svona einhvers staðar í hérna eftirlitsleysi eða einhverju slíku,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjaskóla. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi í huga að það er brot á barnaverndarlögum að virða ekki útivistartíma barna. „Við greinum líka slaka í félagslegu taumhaldi sem þýðir það að börn eru lengur úti. Foreldrar eru ekki svona skýrir með útivistartímann og við þurfum bara að minna foreldra á og við höfum til dæmis núna verið að setja aftur í gang foreldrarölt,“ segir Guðrún. Slík rölt voru algeng á árum áður og eru notuð til þess að fylgjast betur með börnum á kvöldin og auka samskipti á milli foreldra. Birgir segir nokkur dæmi um það að börn hafi verið drukkin á böllum fyrir börn í efri bekkjum grunnskóla. „Því miður þá hefur það aðeins verið að koma upp aftur og hérna núna bara mjög nýleg dæmi um slíkt. Bæði þá um drykkju og þá líka sem að er komið út í slagsmál. Þetta eru náttúrulega algjörlega sko. Núna ætla ég alls ekki að mála einhvern skratta á vegginn sko vegna þess að sjálfsögðu er langmestur meirihluti barna og unglinga skilurðu bara í frábærum málum en það eru ákveðin hættumerki sem að við verðum aðeins að fylgjast með,“ segir Birgir.
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira