Fótbolti

Mikael spilaði í stórsigri á FCK

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikael og félagar eru með góða forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.
Mikael og félagar eru með góða forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Midtjylland styrkti stöðu sína á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með því að vinna stórsigur á FCK í uppgjöri toppliðanna sem fram fór í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland og lék fyrstu 70 mínúturnar í 4-1 sigri en staðan í leikhléi var 3-0 Midtjylland í vil.

Mikael og félagar hafa nú sjö stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 17 umferðir.

Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby eru einu stigi á eftir FCK í 3.sæti deildarinnar en Hjörtur lék allan leikinn í 2-1 sigri á Esbjerg í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×