Mánaðabið eftir sálfræðiviðtali á heilsugæslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. nóvember 2019 20:49 Börn á Vesturlandi þurfa að bíða í allt að ár áður en þau komast að hjá sálfræðingi á heilsugæslunni. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa í flestum tilfellum að bíða mánuðum saman eftir að komast í viðtal. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hversu langur biðtími sé eftir viðtali við sálfræðing hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Nokkur munur er á biðtíma eftir því hvort skjólstæðingurinn sé barn eða fullorðinn en svör stofnanna voru ekki samræmd hvað það varðar. Fullorðnir þurfa að bíða í um fimm mánuði áður en þeir komast að hjá geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, rétt eins og konur með börn á fyrsta aldursári. Biðtíminn eftir viðtali er sagður nokkuð breytilegur innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Getur hann verið allt frá því að vera enginn og upp undir 10 mánuðir, en eingöngu er tekið við börnum yngri en 18 ára og fjölskyldum þeirra. Biðtíminn á Austurlandi er nokkuð mismunandi eftir því hver óskar eftir viðtali. Eins til tveggja mánaða biðtími er hjá mæðra- og foreldravernd en fullorðnir geta þurft að bíða í fimm mánuði áður en þeir komast að. Biðtími fyrir 30 ára og eldri á heilbrigðisstofnun Norðurlands er frá því að vera innan við fjórar vikur og upp í sex mánuði, misjafnt eftir byggðakjörnum - á meðan biðtími eftir sálfræðingi meðal fullorðinna er að meðaltali tveir mánuðir hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Lengst er biðin fyrir börn á Vesturlandi, þar sem biðtíminn er að meðaltali 12 mánuðir. Biðtími fyrir fullorðna er um tveir til þrír mánuðir. Heilbrigðisráðherra úthlutaði í vor 630 milljónum til að fjölga stöðugildum sálfræðinga hjá heilbrigðisstofnunum landsins, en samkvæmt gildandi geðheilbrigðisáætlun er miðað við 1 stöðugildi fyrir hverja 9000 íbúa. Það næst á öllu landinu að frátöldum Vestfjörðum, þar sem finna má hálft stöðugildi sálfræðings fyrir alla 7 þúsund íbúa Vestfjarðarkjálkans. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00 Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Börn á Vesturlandi þurfa að bíða í allt að ár áður en þau komast að hjá sálfræðingi á heilsugæslunni. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa í flestum tilfellum að bíða mánuðum saman eftir að komast í viðtal. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hversu langur biðtími sé eftir viðtali við sálfræðing hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Nokkur munur er á biðtíma eftir því hvort skjólstæðingurinn sé barn eða fullorðinn en svör stofnanna voru ekki samræmd hvað það varðar. Fullorðnir þurfa að bíða í um fimm mánuði áður en þeir komast að hjá geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, rétt eins og konur með börn á fyrsta aldursári. Biðtíminn eftir viðtali er sagður nokkuð breytilegur innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Getur hann verið allt frá því að vera enginn og upp undir 10 mánuðir, en eingöngu er tekið við börnum yngri en 18 ára og fjölskyldum þeirra. Biðtíminn á Austurlandi er nokkuð mismunandi eftir því hver óskar eftir viðtali. Eins til tveggja mánaða biðtími er hjá mæðra- og foreldravernd en fullorðnir geta þurft að bíða í fimm mánuði áður en þeir komast að. Biðtími fyrir 30 ára og eldri á heilbrigðisstofnun Norðurlands er frá því að vera innan við fjórar vikur og upp í sex mánuði, misjafnt eftir byggðakjörnum - á meðan biðtími eftir sálfræðingi meðal fullorðinna er að meðaltali tveir mánuðir hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Lengst er biðin fyrir börn á Vesturlandi, þar sem biðtíminn er að meðaltali 12 mánuðir. Biðtími fyrir fullorðna er um tveir til þrír mánuðir. Heilbrigðisráðherra úthlutaði í vor 630 milljónum til að fjölga stöðugildum sálfræðinga hjá heilbrigðisstofnunum landsins, en samkvæmt gildandi geðheilbrigðisáætlun er miðað við 1 stöðugildi fyrir hverja 9000 íbúa. Það næst á öllu landinu að frátöldum Vestfjörðum, þar sem finna má hálft stöðugildi sálfræðings fyrir alla 7 þúsund íbúa Vestfjarðarkjálkans.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00 Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00
Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00
Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00