Innlent

Óvenjulegt veður í gær

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stormur var víða á landinu í gær.
Stormur var víða á landinu í gær. Vísir/vilhelm

Suðaustanstormur var á landinu í gær og í nótt. Vindur fór mest í 36 m/s á Stórhöfða, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Allar veðurviðvaranir eru runnar út nú í morgunsárið en vindurinn gæti þó „hlaupið upp aftur á stöku stað.“

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur einnig fram að veðrið í gær hafi verið óvenjulegt.

„[…] að því leyti að spár breyttust ört og litlir hnútar mynduðust á skilunum sem mögnuðu vindinn upp staðbundið.“

Í dag verður svo einna hvassast á Vesturlandi nálægt Langjökli um hádegi og með suðurströndinni í kvöld.

„Annars stefnir í strekkingsaustanátt í dag, jafnvel allhvassan vind, og rigningu SA-lands, en skúri eða slydduél annars staðar, einna síst á N-landi.“

Á morgun dregur úr vindi og kólnar víða. Þá er útlit fyrir él með austurströndinni en búist við skúrum eða slydduéljum annars staðar. Á miðvikudag snýst svo í norðlægari áttir og frystir allvíða á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðaustan 8-15 m/s S- og V-lands, skúrir eða slydduél og hiti 0 til 5 stig. Hægari annars staðar og stöku él með A-ströndinni, annars þurrt og frost á bilinu 0 til 6 stig.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt 3-10 m/s og dálítil él NA- og A-lands, en léttskýjað um landið S- og V-vert. Frost víða 0 til 6 stig.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt og léttskýjað, en lítilsháttar él með N- og A-ströndinni. Vaxandi sunnanátt V-ast um kvöldið. Kalt í veðri.

Á föstudag:
Hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum og kólnar aftur.

Á laugardag:
Vestlæg átt og él eða skúrir, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Útlit fyrir vestlæga átt og þurrt veður. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.