Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 12:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ásamt samflokksmönnum sínum Ólafi Ísleifssyni og Gunnari Braga Sveinssyni á Alþingi í vor. Vísir/vilhelm Lagt er til að 40 milljónir króna verði veittar til Alþingis vegna málþófs Miðflokksmanna í vor og annarra mála sem sinna þurfti á nefndasviði. Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. Milljónunum á að vera veitt vegna „mikillar viðveru starfsmanna Alþingis umfram almenna starfsskyldu“ , líkt og að er orðað í fjáraukalögum. Á vordögum hafi verið óvenju mikið annríki á Alþingi sem kallaði á mjög mikla viðveru starfsmanna skrifstofunnar umfram almenna vinnuskyldu. Álag sé alla jafna mikið á vordögum þingsins, og gert ráð fyrir því í áætlunum skrifstofunnar. Á yfirstandandi ári hafi það hins vegar verið óvenju mikið og varað vikum saman. „Ástæðurnar voru málþóf í þingsalnum og mörg, umfangsmikil og þung mál sem sinna þurfti á nefndasviði.“Sjá einnig: „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Þannig hafi yfirvinna þeirra sem vinna í tengslum við þingsalinn verið tvöfalt meiri en vanalegt er og álíka mikið hjá nefndasviði. Ekki var nægur fjöldi starfsmanna til að sinna allri þessari vinnu án þess að kæmi til hvíldartímabrota, sem einnig skapaði aukinn kostnað. „Þessar aðstæður voru ófyrirsjáanlegar og Alþingi á engan varasjóð til að bregðast við óvæntum kostnaði upp á tugi milljóna,“ segir í fjáraukalögum. Eins og kunnugt er stóðu þingmenn Miðflokksins fyrir málþófi í vor um þriðja orkupakkann, sem var að endingu samþykktur á svokölluðum þingstubbi í byrjun september. Miðflokksmenn, sem allir voru miklir andstæðingar orkupakkans, höguðu málþófinu þannig að þeir fóru hver á fætur öðrum í ræðustól alþingis og svöruðu ræðum hvers annars – oft langt fram á nótt. Nýtt umræðumet á Alþingi var slegið með málþófinu en umræður stóðu samtals yfir í um 150 klukkustundir. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Lagt er til að 40 milljónir króna verði veittar til Alþingis vegna málþófs Miðflokksmanna í vor og annarra mála sem sinna þurfti á nefndasviði. Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. Milljónunum á að vera veitt vegna „mikillar viðveru starfsmanna Alþingis umfram almenna starfsskyldu“ , líkt og að er orðað í fjáraukalögum. Á vordögum hafi verið óvenju mikið annríki á Alþingi sem kallaði á mjög mikla viðveru starfsmanna skrifstofunnar umfram almenna vinnuskyldu. Álag sé alla jafna mikið á vordögum þingsins, og gert ráð fyrir því í áætlunum skrifstofunnar. Á yfirstandandi ári hafi það hins vegar verið óvenju mikið og varað vikum saman. „Ástæðurnar voru málþóf í þingsalnum og mörg, umfangsmikil og þung mál sem sinna þurfti á nefndasviði.“Sjá einnig: „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Þannig hafi yfirvinna þeirra sem vinna í tengslum við þingsalinn verið tvöfalt meiri en vanalegt er og álíka mikið hjá nefndasviði. Ekki var nægur fjöldi starfsmanna til að sinna allri þessari vinnu án þess að kæmi til hvíldartímabrota, sem einnig skapaði aukinn kostnað. „Þessar aðstæður voru ófyrirsjáanlegar og Alþingi á engan varasjóð til að bregðast við óvæntum kostnaði upp á tugi milljóna,“ segir í fjáraukalögum. Eins og kunnugt er stóðu þingmenn Miðflokksins fyrir málþófi í vor um þriðja orkupakkann, sem var að endingu samþykktur á svokölluðum þingstubbi í byrjun september. Miðflokksmenn, sem allir voru miklir andstæðingar orkupakkans, höguðu málþófinu þannig að þeir fóru hver á fætur öðrum í ræðustól alþingis og svöruðu ræðum hvers annars – oft langt fram á nótt. Nýtt umræðumet á Alþingi var slegið með málþófinu en umræður stóðu samtals yfir í um 150 klukkustundir.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48