Kolbeinn: Verðum að vinna og setja pressuna á Tyrki Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 10:30 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Sigurður Már Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sett sér það markmið að skora á móti Tyrkjum á fimmtudagskvöldið og eignast þar með einn markamet landsliðsins sem hann deilir nú með Eið Smára Guðjohnsen. Draumurinn er að markið færi íslenska liðið nærri því að vinna leikinn en öll önnur úrslit myndu þýða að íslenska landsliðið ætti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Við verðum bara að vinna leikinn og setja pressuna á Tyrkina fyrir síðasta leikinn. Takist það þá getur allt gerst. Við verðum að gera okkar og vona það besta,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Þeir munu koma dýrvitlausir til leiks og reyna að nýta sér meðbyrinn frá stuðningsmönnunum. Við þurfum að vera klárir í byrjun og ekki fá okkur nein mörk, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Kolbeinn „Við þurfum að passa það að varnarleikurinn verði í lagi og þá setjum við eitt til tvö mörk á þá,“ sagði Kolbeinn sem hefur skorað 26 mörk fyrir íslenska landsliðið eða jafnmörg og Eiður Smári Guðjohnsen. „Vonandi næ ég að skora á móti Tyrkjunum og ég fer inn í hvern einasta leik með það markmið. Ég stefni því á að skora,“ sagði Kolbeinn. Hann ber Tyrkjum góða söguna frá tíma sínum í Istanbul „Fólkið hérna er mjög gott en Tyrkirnir vilja fá virðingu. Við sýnum þeim þá virðingu utan vallar og svo tökum við þá inn á vellinum,“ sagði Kolbeinn en hvernig munu Tyrkir taka á móti Kolbeini í leiknum á fimmtudagskvöldið? „Bara vel. Ég vona það alla vega. Það verður bara að koma í ljós en Tyrkir eru fínir,“ sagði Kolbeinn. Hann var heppnari en margir í íslenska landsliðinu þegar hann fór í gegnum vegabréfseftirliðið. „Það tók mig bara fimm mínútur að labba í gegn. Það var ekkert vesen á mér og ég held að ég hafi verið heppnari en margir í liðinu. Ég heyrði að það lentu einhverjir í veseni en það er ekkert sem tekur okkur úr sambandi,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók ekki þátt í allri æfingunni en ástæðan var að hann var í endurheimt eftir leik um helgina. Ég verð klár á æfingu á morgun,“ sagði Kolbeinn. Undirritaður vill taka það fram að blaðamaður Vísis og Stöð 2 fékk að taka viðtalið við Kolbein eftir að hafa samþykkt það að spyrja leikmanninn ekki það sem gerðist í Stokkhólmi í síðustu viku. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sett sér það markmið að skora á móti Tyrkjum á fimmtudagskvöldið og eignast þar með einn markamet landsliðsins sem hann deilir nú með Eið Smára Guðjohnsen. Draumurinn er að markið færi íslenska liðið nærri því að vinna leikinn en öll önnur úrslit myndu þýða að íslenska landsliðið ætti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Við verðum bara að vinna leikinn og setja pressuna á Tyrkina fyrir síðasta leikinn. Takist það þá getur allt gerst. Við verðum að gera okkar og vona það besta,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Þeir munu koma dýrvitlausir til leiks og reyna að nýta sér meðbyrinn frá stuðningsmönnunum. Við þurfum að vera klárir í byrjun og ekki fá okkur nein mörk, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Kolbeinn „Við þurfum að passa það að varnarleikurinn verði í lagi og þá setjum við eitt til tvö mörk á þá,“ sagði Kolbeinn sem hefur skorað 26 mörk fyrir íslenska landsliðið eða jafnmörg og Eiður Smári Guðjohnsen. „Vonandi næ ég að skora á móti Tyrkjunum og ég fer inn í hvern einasta leik með það markmið. Ég stefni því á að skora,“ sagði Kolbeinn. Hann ber Tyrkjum góða söguna frá tíma sínum í Istanbul „Fólkið hérna er mjög gott en Tyrkirnir vilja fá virðingu. Við sýnum þeim þá virðingu utan vallar og svo tökum við þá inn á vellinum,“ sagði Kolbeinn en hvernig munu Tyrkir taka á móti Kolbeini í leiknum á fimmtudagskvöldið? „Bara vel. Ég vona það alla vega. Það verður bara að koma í ljós en Tyrkir eru fínir,“ sagði Kolbeinn. Hann var heppnari en margir í íslenska landsliðinu þegar hann fór í gegnum vegabréfseftirliðið. „Það tók mig bara fimm mínútur að labba í gegn. Það var ekkert vesen á mér og ég held að ég hafi verið heppnari en margir í liðinu. Ég heyrði að það lentu einhverjir í veseni en það er ekkert sem tekur okkur úr sambandi,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók ekki þátt í allri æfingunni en ástæðan var að hann var í endurheimt eftir leik um helgina. Ég verð klár á æfingu á morgun,“ sagði Kolbeinn. Undirritaður vill taka það fram að blaðamaður Vísis og Stöð 2 fékk að taka viðtalið við Kolbein eftir að hafa samþykkt það að spyrja leikmanninn ekki það sem gerðist í Stokkhólmi í síðustu viku.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Sjá meira