Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 11. nóvember 2019 19:54 Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi stöð 2 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti í morgun úttekt sína á íslensku efnahagslífi. Í henni kemur fram að stjórnvöld hafi brugðist vel við efnahagsáföllum á árinu og falli WOW Air. „Í fyrstu bjuggumst við við því að eftir gjaldþrot Wow Air myndi efnahagslægð jafnvel gera vart við sig. Hins vegar verðum við ekki vör við slíkt nú. Við sjáum að hagkerfið hefur staðið þann storm nokkuð vel af sér,“ segir Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Þar nefnir sjóðurinn sérstaklega vaxtalækkanir og aðhald í ríkisfjármálum og spáð er lítilsháttar hagvexti á árinu. „Opinber útgjöld Íslands til menntamála eru mun meiri en í öðrum ríkjum OECD en þegar þróun mannauðsmála er annars vegar er hagurinn ekki eins sýnilegur.“ Þar vísar hún í skýrslu sem OECD gaf út í september er sýnir að Ísland eyðir mun meira í menntakerfið en OECD ríkin gera að meðaltali. Þrátt fyrir það er árangur íslenskra nemenda í könnunum á borð við PISA undir meðallagi OECD ríkja. Hún segir ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda samræmi við athugasemdir OECD. „Þær tengjast menntun kennara, faglegri þróun og því að tryggja að börn innflytjenda verði ekki afskipt,“ segir Eva. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við að einhverju leyti, meðal annars með námsstyrkjum til kennaranema. Eva segir mikilvægt að huga að frekari umbótum. „Þetta mun stuðla að hagvexti til lengri tíma og velferð hagkerfisins þegar á heildina er litið,“ segir Eva Petrova. Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti í morgun úttekt sína á íslensku efnahagslífi. Í henni kemur fram að stjórnvöld hafi brugðist vel við efnahagsáföllum á árinu og falli WOW Air. „Í fyrstu bjuggumst við við því að eftir gjaldþrot Wow Air myndi efnahagslægð jafnvel gera vart við sig. Hins vegar verðum við ekki vör við slíkt nú. Við sjáum að hagkerfið hefur staðið þann storm nokkuð vel af sér,“ segir Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Þar nefnir sjóðurinn sérstaklega vaxtalækkanir og aðhald í ríkisfjármálum og spáð er lítilsháttar hagvexti á árinu. „Opinber útgjöld Íslands til menntamála eru mun meiri en í öðrum ríkjum OECD en þegar þróun mannauðsmála er annars vegar er hagurinn ekki eins sýnilegur.“ Þar vísar hún í skýrslu sem OECD gaf út í september er sýnir að Ísland eyðir mun meira í menntakerfið en OECD ríkin gera að meðaltali. Þrátt fyrir það er árangur íslenskra nemenda í könnunum á borð við PISA undir meðallagi OECD ríkja. Hún segir ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda samræmi við athugasemdir OECD. „Þær tengjast menntun kennara, faglegri þróun og því að tryggja að börn innflytjenda verði ekki afskipt,“ segir Eva. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við að einhverju leyti, meðal annars með námsstyrkjum til kennaranema. Eva segir mikilvægt að huga að frekari umbótum. „Þetta mun stuðla að hagvexti til lengri tíma og velferð hagkerfisins þegar á heildina er litið,“ segir Eva Petrova.
Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira