Amma hennar kom til Íslands - sem hárkolla Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2019 22:53 Lene Zachariassen, sútari á Hjalteyri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hún nýtir hundinn sinn, köttinn, meira að segja hárið af ömmu sinni - listakonan sem búin er að hreiðra um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri. Þar gerir hún verðmæt skinn úr dýrahræjum sem aðrir henda og spinnur þráð úr nánast hverju sem er. Þessu mátti kynnast í fréttum Stöðvar 2. Það er sannarlega í anda hugmyndafræði hinnar norsku Lene Zachariassen að nýta aflagða síldarverksmiðju við Eyjafjörð.Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hér er skinnaheimurinn minn,“ segir Lene og leiðir okkur inn í sýningarrými sitt í síldarbræðslunni. „Hér er ég í raun og veru að vinna mest úr hlutum sem aðrir henda,“ segir Lene, sem titlar sig sútara. Hún hirðir til dæmis og nýtir seli sem drepist hafa í grásleppunetum. Hún segir slíkt leiðinlegt atvik en skinnið sé fallegt. „Og virðing fyrir dýrin að segja þessa sögu.“ Hún gat líka nýtt langt með gengið selsfóstur og gert úr því fallegt skinn.Skinn af fóstri útsels, sem drapst í grásleppuneti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún spinnur þráð úr ólíkustu efnum og mátti sjá band úr æðardúni, sauðnauti og ísbirni. „Þetta er amma mín. Í alvöru. Þetta er hárkolla sem var gerð úr hári hennar ömmu minnar þegar hún var ung. Og svo átti bara að henda þessu. En ég sagði nei. Amma ætlar að koma til Íslands,“ segir hún um leið og hún sýnir okkur hárkolluna. Lene sagði frá vinnu sinni í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, sem fjallaði um Hjalteyri. Einnig heyrðum við meðal annars Erlend Bogason kafara segja frá vini sínum, steinbítnum, sem vill láta strjúka sér á hökunni og maganum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Hún nýtir hundinn sinn, köttinn, meira að segja hárið af ömmu sinni - listakonan sem búin er að hreiðra um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri. Þar gerir hún verðmæt skinn úr dýrahræjum sem aðrir henda og spinnur þráð úr nánast hverju sem er. Þessu mátti kynnast í fréttum Stöðvar 2. Það er sannarlega í anda hugmyndafræði hinnar norsku Lene Zachariassen að nýta aflagða síldarverksmiðju við Eyjafjörð.Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hér er skinnaheimurinn minn,“ segir Lene og leiðir okkur inn í sýningarrými sitt í síldarbræðslunni. „Hér er ég í raun og veru að vinna mest úr hlutum sem aðrir henda,“ segir Lene, sem titlar sig sútara. Hún hirðir til dæmis og nýtir seli sem drepist hafa í grásleppunetum. Hún segir slíkt leiðinlegt atvik en skinnið sé fallegt. „Og virðing fyrir dýrin að segja þessa sögu.“ Hún gat líka nýtt langt með gengið selsfóstur og gert úr því fallegt skinn.Skinn af fóstri útsels, sem drapst í grásleppuneti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún spinnur þráð úr ólíkustu efnum og mátti sjá band úr æðardúni, sauðnauti og ísbirni. „Þetta er amma mín. Í alvöru. Þetta er hárkolla sem var gerð úr hári hennar ömmu minnar þegar hún var ung. Og svo átti bara að henda þessu. En ég sagði nei. Amma ætlar að koma til Íslands,“ segir hún um leið og hún sýnir okkur hárkolluna. Lene sagði frá vinnu sinni í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, sem fjallaði um Hjalteyri. Einnig heyrðum við meðal annars Erlend Bogason kafara segja frá vini sínum, steinbítnum, sem vill láta strjúka sér á hökunni og maganum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33