Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði

Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en í þættinum „Um land allt“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, lýsir hann því hvernig hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar.

Erlendur rekur köfunarfyrirtæki sitt, Strýtuna, í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Þorpið lagðist í dvala þegar síldarbræðslan hætti en hefur á síðustu árum lifnað við með hvalaskoðun, veitingarekstri, köfunarferðamennsku og listamönnum.

Köfunarsafn, sýningarsalir og sútun laða ferðamenn í gömlu verksmiðjuna og fjörlegt er í smábátahöfninni.
Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10, strax að loknum fréttum og Íslandi í dag. Hér má sjá brot úr þættinum:
Tengdar fréttir

Hvernig Möðruvellir tengja Hannes Hafstein, Davíð Stefánsson, Nonna og Ljótu hálfvitana
Sóknarpresturinn séra Oddur Bjarni Þorkelsson fræddi áhorfendur um Möðruvelli í Hörgárdal í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2.

Hörgdælir segja tindinn miklu fallegri sín megin og ekki heita Hraundrangi
Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, nota annað nafn.

Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali
Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum,