Lífið

Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði

Kristján Már Unnarsson skrifar
Erlendur Bogason strýkur steinbítnum, sem orðinn er vinur hans, en þessar myndir verða sýndar á Stöð 2 í kvöld.
Erlendur Bogason strýkur steinbítnum, sem orðinn er vinur hans, en þessar myndir verða sýndar á Stöð 2 í kvöld. Mynd/Strýtan.

Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en í þættinum „Um land allt“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, lýsir hann því hvernig hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar.

Erlendur strýkur vini sínum, steinbítnum, um magann. Lífríkið í kringum strýturnar þykir óvenju fjölskrúðugt. Mynd/Strýtan.

Erlendur rekur köfunarfyrirtæki sitt, Strýtuna, í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Þorpið lagðist í dvala þegar síldarbræðslan hætti en hefur á síðustu árum lifnað við með hvalaskoðun, veitingarekstri, köfunarferðamennsku og listamönnum.

Hverastrýta skoðuð í Eyjafirði. Strýturnar eru friðlýstar og er Erlendur sérlegur verndari þeirra. Mynd/Strýtan.

Köfunarsafn, sýningarsalir og sútun laða ferðamenn í gömlu verksmiðjuna og fjörlegt er í smábátahöfninni. 

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10, strax að loknum fréttum og Íslandi í dag. Hér má sjá brot úr þættinum:
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.