Skóflustunga tekin að 4,6 milljarða íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2019 15:30 Sundlaug með pottum og rennibraut. VA Arkitektar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk öflugt liðsinni ungra iðkenda í Fram og forsvarsmanna félagsins þegar tekin var fyrsta skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal. Framkvæmdir hefjast strax og verklok eru áætluð 2022 samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fjölnota íþróttahús, áhorfendastúka fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasalir, félags- og þjónustuaðstaða fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrými ásamt samkomusal og fundaraðstöðu eru hlutar af íþróttamiðstöðinni. Hún verður 7.300 fermetrar á þremur hæðum með aðalinngang við sameiginlegt hverfistorg við Úlfarsbraut. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 4,6 milljarðar.Knattspyrnuvöllurinn og stúka.VA ArkitektarÍþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut sem þjóna hverfinu. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggðar eða í uppbyggingu. Íþróttaaðstaðan nýja verður nýtt af skólum í hverfinu. „Allar þessar framkvæmdir eru í umhverfisvottuðu ferli samkvæmt BREEAM, en það er alþjóðlegt vottunarkerfi sem metur visthæfi bygginga,“ segir í tilkynningu frá borginni.Fullbúin handboltahöll og fjölbreyttir salir Íþróttamiðstöðin mun hýsa fullbúna handboltahöll með keppnisvelli og áhorfendapöllum fyrir allt að 1.300 manns. Vellinum má skipta upp í tvo handboltavelli í fullri stærð. Í húsinu verða þar að auki lyftingasalur, fjölnota æfingasalur og bardagasalur. Búningsklefar eru 15 talsins, þar af sérklefi fyrir hreyfihamlaða iðkendur.Íþróttahús með einum keppnishandboltavelli. Með því að draga stúkurnar til hliðar er hægt að koma fyrir tveimur handboltavöllum í fullri stærð.Mikið hefur verið lagt upp úr félagsrýmum íþróttahússins og verður þar að finna fjölbreytta sali að stærð og gerð, á öllum hæðum hússins. Þar verður stór samkomusalur ásamt framreiðslueldhúsi og þaksvölum, tveir fjölnotasalir með útsýni yfir keppnisvelli og fyrirlestrarsalur. Aðalaðkomurýmið er skemmtilegt með deildarverslun og veitingasölu, og þaðan er gengt út á svalagang sem umlykur handboltavöllinn. Innangengt verður milli íþróttahúss og menningarmiðstöðvar á 1. hæð byggingar. Nýr knattspyrnuvöllur verður gervigrasvöllur, með stúku sem rýmir 1.600 áhorfendur. Grasæfingavellir verða einnig á svæðinu.Frá torgi utan við íþróttahúsið.VA ArkitektarKnattspyrnuvöllurinn og flóðljós.VA ArkitektarYfirlitsmynd yfir svæðið.VA Arkitektar Reykjavík Skipulag Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk öflugt liðsinni ungra iðkenda í Fram og forsvarsmanna félagsins þegar tekin var fyrsta skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal. Framkvæmdir hefjast strax og verklok eru áætluð 2022 samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fjölnota íþróttahús, áhorfendastúka fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasalir, félags- og þjónustuaðstaða fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrými ásamt samkomusal og fundaraðstöðu eru hlutar af íþróttamiðstöðinni. Hún verður 7.300 fermetrar á þremur hæðum með aðalinngang við sameiginlegt hverfistorg við Úlfarsbraut. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 4,6 milljarðar.Knattspyrnuvöllurinn og stúka.VA ArkitektarÍþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut sem þjóna hverfinu. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggðar eða í uppbyggingu. Íþróttaaðstaðan nýja verður nýtt af skólum í hverfinu. „Allar þessar framkvæmdir eru í umhverfisvottuðu ferli samkvæmt BREEAM, en það er alþjóðlegt vottunarkerfi sem metur visthæfi bygginga,“ segir í tilkynningu frá borginni.Fullbúin handboltahöll og fjölbreyttir salir Íþróttamiðstöðin mun hýsa fullbúna handboltahöll með keppnisvelli og áhorfendapöllum fyrir allt að 1.300 manns. Vellinum má skipta upp í tvo handboltavelli í fullri stærð. Í húsinu verða þar að auki lyftingasalur, fjölnota æfingasalur og bardagasalur. Búningsklefar eru 15 talsins, þar af sérklefi fyrir hreyfihamlaða iðkendur.Íþróttahús með einum keppnishandboltavelli. Með því að draga stúkurnar til hliðar er hægt að koma fyrir tveimur handboltavöllum í fullri stærð.Mikið hefur verið lagt upp úr félagsrýmum íþróttahússins og verður þar að finna fjölbreytta sali að stærð og gerð, á öllum hæðum hússins. Þar verður stór samkomusalur ásamt framreiðslueldhúsi og þaksvölum, tveir fjölnotasalir með útsýni yfir keppnisvelli og fyrirlestrarsalur. Aðalaðkomurýmið er skemmtilegt með deildarverslun og veitingasölu, og þaðan er gengt út á svalagang sem umlykur handboltavöllinn. Innangengt verður milli íþróttahúss og menningarmiðstöðvar á 1. hæð byggingar. Nýr knattspyrnuvöllur verður gervigrasvöllur, með stúku sem rýmir 1.600 áhorfendur. Grasæfingavellir verða einnig á svæðinu.Frá torgi utan við íþróttahúsið.VA ArkitektarKnattspyrnuvöllurinn og flóðljós.VA ArkitektarYfirlitsmynd yfir svæðið.VA Arkitektar
Reykjavík Skipulag Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira