Fótbolti

Íslensku strákarnir þurfa að gera það tvisvar sem hefur aldrei gerst áður

Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar
Ragnar Sigurðsson er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem hefur skorað í keppnisleik í nóvember.
Ragnar Sigurðsson er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem hefur skorað í keppnisleik í nóvember. Getty/Stuart Franklin

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið mótsleik í nóvember en þarf að vinna tvo slíka á næstu dögum ætli liðið sér að komast áfram á EM upp úr H-riðli undankeppni EM 2020.

Aðeins sigrar á Tyrklandi og Moldóvu duga íslensku strákunum en að auki þurfa þeir að treysta á það að Tyrkir misstígi sig á móti Andorra.

Íslensku landsliðsmennirnir þurfa nú að endurskrifa sögu landsliðsins og gera það tvisvar sem hefur aldrei gerst áður.

Íslenska landsliðið hefur alls leikið ellefu keppnisleiki í næstsíðasta mánuði ársins og níu þeirra hafa tapast.

Leikirnir sem Ísland hefur fengið eitthvað út úr voru tveir jafnteflisleikir, annar á móti Írlandi árið 1996 og hinn var fyrri umspilsleikurinn á móti Króatíu en það er líka eini heimaleikur Íslands í nóvember.

Ísland hefur tapað fjórum síðustu keppnisleikjum sínum í nóvember en sá síðasti var 2-0 tap á móti Belgíu fyrir rétt tæpu ári síðan.

Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fyrir Ísland í keppnisleik í nóvember en þeir eru Pétur Pétursson á móti Wales árið 1984, Eyjólfur Sverrisson á móti Frökkum árið 1991 og Ragnar Sigurðsson á móti Tékkum árið 2014. Markatalan er 17 mörk í mínus eða 3-20.

Keppnisleikir Íslands í nóvembermánuði

2-1 tap fyrir Wales 1984 (Undk. HM 1986)
3-1 tap fyrir Frakklandi 1991 (Undk. EM 1992)
1-0 tap fyrir Sviss 1994 (Undk. EM 1996)'
1-0 tap fyrir Ungverjalandi 1995 (Undk. EM 1996)
0-0 jafntefli við Írland 1996 (Undk. HM 1998)
3-0 tap fyrir Danmörku 2007 (Undnk. EM 2008)
0-0 jafntefli við Króatíu 2013 (Umspil HM 2014)
2-0 tap fyrir Króatíu 2013 (Umspil HM 2014)
2-1 tap fyrir Tékklandi 2014 (Undk. EM 2016)
2-0 tap fyrir Króatíu 2016 (Undk. HM 2018)
2-0 tap fyrir Belgíu 2018 (Þjóðadeildin 2018-19)

Samtals:
0 sigrar, 2 jafntefli og 9 töp í 11 leikjum
Markatala: -17 (3-20)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.