Fótbolti

Hafa ekki enn fengið á sig mark á heimavelli í undankeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar
Tyrkir hafa náð frábærum úrslitum í þessari undankeppni og þar á meðal í París. Caglar Soyuncu, Irfan Can Kahveci, Merih Demiral, Cenk Tosun og Hakan Calhanoglu fagna dýrmætu stigi á Stade de France.
Tyrkir hafa náð frábærum úrslitum í þessari undankeppni og þar á meðal í París. Caglar Soyuncu, Irfan Can Kahveci, Merih Demiral, Cenk Tosun og Hakan Calhanoglu fagna dýrmætu stigi á Stade de France. Getty/Aurelien Meunier

Tyrkir hafa verið magnaðir í þessari undankeppni og nánast fullkomnir á heimavelli. Þetta verður fimmti heimaleikur Tyrkja í keppninni en þeir hafa unnið hina fjóra án þess að fá á sig mark.

2-0 sigur á Frökkum í mars stendur vissulega upp úr en þá hafði tyrkneska landsliðið þegar unnið 4-0 heimasigur á Moldóvu.

Tveir síðustu heimaleikir hafa reyndar unnist með minnsta mun eftir mark á lokamínútunum.

Cenk Tosun tryggði Tyrkjum 1-0 sigur á Albaníu með marki á 90. mínútu í október og mánuði áður skoraði varamaðurinn Ozan Tufan eina markið í sigri á Andorra með marki á 89. mínútu leiksins.

Tyrkir hafa alls fengið á sig þrjú mörk í leikjunum átta en það eru aðeins þrjár þjóðir í allir undankeppninni sem hafa fengið á sig færri.

Belgar hafa aðeins fengið á sig eitt mark en mótherjar nágrannanna Úkraínu og Póllands hafa skorað tvö mörk. Tyrkir eru með Ítalíu í 4. til 5. sæti yfir bestu varnir undankeppninnar til þessa.

Heimaleikir Tyrkja í undankeppni EM 2020:
4-0 sigur á Moldóvu
2-0 sigur á Frakklandi
1-0 sigur á Andorra
1-0 sigur á Albaníu

Fæst mörk fengin á sig í riðlinum
3 - Tyrkland
5 - Frakkland
10 - Ísland
10 - Albanía
16 - Andorra
22 - Moldóva

Fæst mörk fengin á sig í undankeppni EM 2020:
1 - Belgía
2 - Úkraína
2 - Pólland
3 - Tyrkland
3 - Ítalía
4 - Írland
4 - Rússland
5 - Sviss
5 - Danmörk
5 - Frakkland
5 - Spánn
6 - England
6 - Portúgal
6 - Þýskaland
6 - Króatía
6 - WalesAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.