Gefa björgun bátsins upp á bátinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2019 15:40 Mynd er frá því í dag þegar að varðskipið Týr var við vinnu á vettvangi. Lögreglan Rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum hefur í dag tekið skýrslur af fjórum skipverjum á fiskibátnum Einari Guðnasyni sem strandaði við Gölt, á utanverðum Súgandafirði, í gærkvöldi. Enginn slasaðist í strandinu. Eru skýrslutökur til þess gerðar að skýra þá atburðarás sem varð til þess að skipið strandaði að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Ljóst er að ekki verður hægt að bjarga skipinu af strandstað þar sem aðgengi er mjög erfitt og skipið byrjað að brotna niður. Um er að ræða rúmlega tuttugu tonna fiskibát.Áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi þegar tilkynning um strandið barst stjórnstöð. Henni fylgdu þær upplýsingar að báturinn hefði skorðast fljótlega á milli kletta. Braut nokkuð á bátnum en þónokkur alda var á svæðinu og hægur vindur. Ekki reyndist unnt fyrir björgunarskip að komast nálægt strandstað frá sjó sökum brims og voru björgunarsveitir þá sendar landleiðina frá norðanverðum Súgandafirði. TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kom á vettvang klukkan 23:42 og hófst áhöfn hennar þegar handa við að bjarga skipverjunum fjórum um borð í þyrluna. Á miðnætti var búið að bjarga mönnunum, heilum á húfi, um borð og voru þeir fluttir til Ísafjarðar. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu í nótt að björgunaraðgerðir hefðu gengið vel og að allir væru óslasaðir. Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Tengdar fréttir Landhelgisgæslan bjargaði fjórum eftir strand Ekki reyndist unnt fyrir björgunarskip að komast nálægt strandstað frá sjó sökum brims og voru björgunarsveitir þá sendar landleiðina frá norðanverðum Súgandafirði. Landhelgisgæslunni tóks að bjarga áhöfninni, samtals fjórum, um borð í þyrluna. 14. nóvember 2019 00:52 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Sjá meira
Rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum hefur í dag tekið skýrslur af fjórum skipverjum á fiskibátnum Einari Guðnasyni sem strandaði við Gölt, á utanverðum Súgandafirði, í gærkvöldi. Enginn slasaðist í strandinu. Eru skýrslutökur til þess gerðar að skýra þá atburðarás sem varð til þess að skipið strandaði að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Ljóst er að ekki verður hægt að bjarga skipinu af strandstað þar sem aðgengi er mjög erfitt og skipið byrjað að brotna niður. Um er að ræða rúmlega tuttugu tonna fiskibát.Áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi þegar tilkynning um strandið barst stjórnstöð. Henni fylgdu þær upplýsingar að báturinn hefði skorðast fljótlega á milli kletta. Braut nokkuð á bátnum en þónokkur alda var á svæðinu og hægur vindur. Ekki reyndist unnt fyrir björgunarskip að komast nálægt strandstað frá sjó sökum brims og voru björgunarsveitir þá sendar landleiðina frá norðanverðum Súgandafirði. TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kom á vettvang klukkan 23:42 og hófst áhöfn hennar þegar handa við að bjarga skipverjunum fjórum um borð í þyrluna. Á miðnætti var búið að bjarga mönnunum, heilum á húfi, um borð og voru þeir fluttir til Ísafjarðar. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu í nótt að björgunaraðgerðir hefðu gengið vel og að allir væru óslasaðir.
Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Tengdar fréttir Landhelgisgæslan bjargaði fjórum eftir strand Ekki reyndist unnt fyrir björgunarskip að komast nálægt strandstað frá sjó sökum brims og voru björgunarsveitir þá sendar landleiðina frá norðanverðum Súgandafirði. Landhelgisgæslunni tóks að bjarga áhöfninni, samtals fjórum, um borð í þyrluna. 14. nóvember 2019 00:52 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Sjá meira
Landhelgisgæslan bjargaði fjórum eftir strand Ekki reyndist unnt fyrir björgunarskip að komast nálægt strandstað frá sjó sökum brims og voru björgunarsveitir þá sendar landleiðina frá norðanverðum Súgandafirði. Landhelgisgæslunni tóks að bjarga áhöfninni, samtals fjórum, um borð í þyrluna. 14. nóvember 2019 00:52