Fótbolti

Frakkar mörðu Moldóvu | Ronaldo með þrennu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Olivier Giroud
Olivier Giroud vísir/getty

Frakkar unnu sigur á Moldóvu og gulltryggðu sæti sitt á EM 2020 í kvöld. Albanir gerðu jafntefli við Andorra og Portúgal vann stórsigur á Litháen.

Frakkar lentu nokkuð óvænt undir á heimavelli gegn Moldóvu þegar Vadim Rata nýtti sér varnarmistök Frakka og skoraði á níundu mínútu.

Heimsmeistararnir voru hins vegar með öll völd á vellinum og jafnaði Raphael Varane metin á 35. mínútu.

Þrátt fyrir mikla pressu að marki Moldóvu þá var það ekki fyrr en á 77. mínútu að Frakkar uppskáru þegar þeir fengu vítaspyrnu.

Olivier Giroud fór á vítapunktinn og skoraði framhjá Alexei Coselev í markinu. Fleiri mörk náðu Frakkar ekki að skora og fóru með 2-1 sigur.

Þeir eru því með 22 stig á toppi H-riðils okkar Íslendinga þegar ein umferð er eftir. Í sama riðli mættust Albanía og Andorra, en hvorugt lið átti möguleika á að komast áfram fyrir leiki kvöldsins.

Leik þeirra lauk með 2-2 jafntefli.

Portúgal kom sér í góða stöðu í B-riðli með stórsigri á Litháen 6-0.

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í leiknum, Bernardo Silva gerði eitt mark og lagði auk þess upp tvö. Pizzi og Goncalo Paciencia gerðu svo sitt markið hvor.

Úrslit kvöldsins:
Tyrkland - Ísland 0-0
Albanía - Andorra 2-2
Tékkland - Kósovó 2-1
England - Svartfjallaland 7-0
Frakkland - Moldóva 2-1
Portúgal - Litháen 6-0
Serbía - Lúxemborg 3-2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.