Innlent

Hverfisgata opnuð „á undan áætlun“

Sylvía Hall skrifar
Framkvæmdir á Hverfisgötu hófust í maí.
Framkvæmdir á Hverfisgötu hófust í maí. Reykjavíkurborg

Opnað hefur verið fyrir umferð um Hverfisgötu eftir tæplega sex mánaða framkvæmdir. Áætlað var að opna götuna fyrir umferð á morgun en það hafðist í dag, degi á undan nýjustu áætlunum.

Framkvæmdirnar drógust mikið frá því að þær hófust í maí og átti þeim upphaflega að ljúka í ágúst. Framkvæmdirnar voru harðlega gagnrýndar, þá sérstaklega af rekstraraðilum á svæðinu, sem sögðu þær hafa bitnað verulega á aðgengi viðskiptavina og rekstrinum sjálfum.

Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi framkvæmda og samgöngumála hjá Reykjavíkurborg, segir fráganginn vera á lokametrunum en þeir sem eiga leið um bæinn munu geta komist greiðlega leiðar sinnar um Hverfisgötuna.

Helstu ástæður fyrir seinkun framkvæmdanna voru tafir við lagnavinnu. Veitingahúsaeigendur lýstu því yfir fyrr í mánuðinum að þeir hygðust krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmdanna en borgin hefur lýst því yfir að verklagi verði gjörbreytt.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.