Banna Taylor Swift að syngja eigin lög á verðlaunahátíð Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2019 08:16 Taylor Swift er ein allra vinsælasta söngkona heims. Getty Bandaríska söngkonan Taylor Swift segir að atriði hennar á tónlistarhátíðinni American Music Awards (AMA) sé í óvissu þar sem henni hefur verið meinað að flytja sín eigin lög. Swift greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tónlistarframleiðendurnir Scooter Braun og Scott Borchetta, sem eiga nú réttinn að lögum söngkonunnar á fyrri plötum hennar, hafi bannað henni að flytja lögin. Þá segir hún að heimildarmynd Netlix um líf hennar sé einnig í fullkominnni óvissu vegna málsins. Þeir Braun og Borchetta hafa enn ekki brugðist við yfirlýsingu Swift. Færsla Swift ber titilinn „Veit ekki hvað ég get annað gert“.Don’t know what else to do pic.twitter.com/1uBrXwviTS — Taylor Swift (@taylorswift13) November 14, 2019Deiluna má rekja til kaupa Scooter Braun og Scott Borchetta á útgáfufyrirtækinu Big Machine Label Group á síðasta ári. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var Taylor Swift einn af fyrstu tónlistarmönnunum sem gerði samning við fyrirtækið. Swift lýsti á sínum tíma yfir mikilli óánægju með kaupin og sagðist ekki hafa verið gert kunnugt um söluferlið. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember á síðasta ári og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu.Sjá einnig: Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun?Braun er margreyndur í faginu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði sjálfan Justin Bieber. Þá er hann einnig umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher.Scooter Braun.GettySwift greindi frá því í lok sumars að hún hugðist taka upp fyrstu plötur sínar að nýju til að eignast þá réttinn sjálf að nýju útgáfunum. Swift mun á AMA taka við viðurkenningu sem „tónlistarmaður áratugarins“ og hugðist hún af því tilefni syngja brot úr fjölda fyrri laga sinna. Halda þeir Braun og Borchetta því fram að ef hún myndi flytja lögin myndi það fela í sér samningsbrot þar sem hún væri þá að taka upp lögin aftur, áður en henni er það heimilt á næsta ári. „Skilaboðin sem mér eru send eru mjög skýr. Í raun, vertu þæg, lítil stúlka og haltu kjafti. Eða þér verður refsað,“ segir Swift. Á samfélagsmiðlum hafa kassamerkin #IStandWithTaylor og #FreeTaylor notið talsverðra vinsælda eftir að málið kom upp. Bandaríkin Höfundaréttur Tónlist Tengdar fréttir Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Bandaríska söngkonan Taylor Swift segir að atriði hennar á tónlistarhátíðinni American Music Awards (AMA) sé í óvissu þar sem henni hefur verið meinað að flytja sín eigin lög. Swift greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tónlistarframleiðendurnir Scooter Braun og Scott Borchetta, sem eiga nú réttinn að lögum söngkonunnar á fyrri plötum hennar, hafi bannað henni að flytja lögin. Þá segir hún að heimildarmynd Netlix um líf hennar sé einnig í fullkominnni óvissu vegna málsins. Þeir Braun og Borchetta hafa enn ekki brugðist við yfirlýsingu Swift. Færsla Swift ber titilinn „Veit ekki hvað ég get annað gert“.Don’t know what else to do pic.twitter.com/1uBrXwviTS — Taylor Swift (@taylorswift13) November 14, 2019Deiluna má rekja til kaupa Scooter Braun og Scott Borchetta á útgáfufyrirtækinu Big Machine Label Group á síðasta ári. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var Taylor Swift einn af fyrstu tónlistarmönnunum sem gerði samning við fyrirtækið. Swift lýsti á sínum tíma yfir mikilli óánægju með kaupin og sagðist ekki hafa verið gert kunnugt um söluferlið. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember á síðasta ári og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu.Sjá einnig: Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun?Braun er margreyndur í faginu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði sjálfan Justin Bieber. Þá er hann einnig umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher.Scooter Braun.GettySwift greindi frá því í lok sumars að hún hugðist taka upp fyrstu plötur sínar að nýju til að eignast þá réttinn sjálf að nýju útgáfunum. Swift mun á AMA taka við viðurkenningu sem „tónlistarmaður áratugarins“ og hugðist hún af því tilefni syngja brot úr fjölda fyrri laga sinna. Halda þeir Braun og Borchetta því fram að ef hún myndi flytja lögin myndi það fela í sér samningsbrot þar sem hún væri þá að taka upp lögin aftur, áður en henni er það heimilt á næsta ári. „Skilaboðin sem mér eru send eru mjög skýr. Í raun, vertu þæg, lítil stúlka og haltu kjafti. Eða þér verður refsað,“ segir Swift. Á samfélagsmiðlum hafa kassamerkin #IStandWithTaylor og #FreeTaylor notið talsverðra vinsælda eftir að málið kom upp.
Bandaríkin Höfundaréttur Tónlist Tengdar fréttir Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00