Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Vísir/JKJ

Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt; eins flutningabíls, eins jeppa og tveggja fólksbíla. Veginum hefur verið lokað meðan unnið er á slysstað en áætlað er að lokunin standi yfir í tvær klukkustundir.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þurfti að klippa tvo farþega út úr bílunum eftir áreksturinn. Sem fyrr segir voru hið minnsta fjögur flutt á slysadeild en ekki er vitað um alvarleika meiðsla þeirra. Fimm sjúkrabílar og tveir dælubílar voru sendir á vettvang.

Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint er frá lokun vegarins:

Suðurlandsvegur er lokaður frá hringtorgi Olís í Norðlingaholti að Hafravatnsvegi, vegna umferðaslyss við Heiðmerkurveg. Vegfarendum er bent á hjáleiðir. 

Leiðindaveður er á slysstað, slagveðursrigning.

Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Vísir/JKj


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.