Innlent

Lögreglan óskar eftir vitnum

Eiður Þór Árnason skrifar
Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Suðurlandsvegar og Heiðmerkurvegar í morgun, en tilkynning um slysið barst kl. 9.04. Þar varð árekstur nokkurra bifreiða og voru fjórir fluttir á slysadeild, er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í tölvupósti eða á Facebook. Greint hefur verið frá því að um hafi verið að ræða árekstur eins flutningabíls, eins jeppa og tveggja fólksbíla. Veginum var lokað í kjölfarið á meðan unnið var á slysstað.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þurfti að klippa tvo farþega út úr bílunum eftir áreksturinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.