Innlent

Heimila að Ægir og Týr verði seldir

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Varðskipið Týr var smíðað 1975.
Varðskipið Týr var smíðað 1975. Fréttablaðið/Anton Brink

Meðal breytingartillagna sem samþykktar voru við aðra umræðu fjárlaga er heimild til handa fjármálaráðherra að selja varðskipin Ægi og Tý og kaupa eða leigja hagkvæmari skip í staðinn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins fagnar Landhelgisgæslan umræddri heimild.

Þessi skip hafi reynst afar vel í gegnum tíðina en séu komin til ára sinna. Ægir hafi ekki verið í hefðbundnum rekstri í rúm fjögur ár og ekki sé til fjármagn til að koma skipinu í nothæft ástand. Ægir sé orðinn rúmlega hálfrar aldar gamall og Týr smíðaður 1975.

Því sé fyrirséð að á næstu árum þurfi að endurnýja varðskipaflota Landhelgisgæslunnar.

Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið NAVIS hefur verið fengið til að gera þarfagreiningu á varðskipaflotanum sem sé í raun fyrsta skrefið í endurnýjun flotans.

„Undanfarin ár hafa orðið breytingar á skipaumferð og þróun á hafinu umhverfis landið. Fleiri skemmtiferða- og flutningaskip koma hingað til lands og til þess þarf að horfa við uppbyggingu flotans. Á næstu árum væntum við þess að ákvarðanir verði teknar um endurnýjun skipanna,“ segir í svari Gæslunnar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.