Enski boltinn

United reynir við Håland í janúar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Håland er einn heitasti bitinn á markaðnum í dag
Håland er einn heitasti bitinn á markaðnum í dag vísir/getty

Manchester United mun reyna að fá Erling Håland til sín í janúar eftir frábæra frammistöðu hans með Salzburg í vetur.

Håland er orðinn einn eftirsóttasti leikmaður heims eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hann hefur skorað 26 mörk í 18 leikjum, þar af sjö í fjórum Meistaradeild Evrópu.

United vill reyna við hann strax í janúar samkvæmt ESPN því óttast er að ef þeir bíði fram á sumar þá verði verðmiðinn orðinn mun hærri og fleiri lið gætu reynt að hrifsa hann af þeim.

Ole Gunnar Solskjær hefur haft augastað á Håland í þó nokkurn tíma, enda vann hann með framherjanum hjá Molde.

Salzburg er sagt vilja 85 milljónir punda fyrir Norðmanninn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.