Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður VR vill að verkalýðshreyfingin horfi til þess að bjóða fram til alþingis. Afhjúpanir Samherjaskjalanna hafi sýnt fram á getuleysi stjórnmálanna til að taka á spillingu og vanmátt til að innleiða nauðsynlegar samfélagslegar breytingar að hans mati.

Rætt verður við formann VR um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Einnig verður rætt við sálfræðing um loftslagskvíða sem hún segir vaxandi vandamál. Kona sem þjáist af kvíðanum segir hann hafa heltekið sig.

Þá fylgjumst við með hátíðarhöldum tengdum degi íslenskrar tungu, fylgjum borgarstjóra í Heiðmörk þar sem hann felldi Oslóartréð og kíkjum á mjólkurkýr á Suðurlandi. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×