Innlent

Utanríkisráðuneytið skiptir um nafn

Stefán Ó. Jónsson skrifar

Fyrirhugað er að breyta nafni utanríkisráðuneytisins um áramót til að endurspegla aukna áherslu á þróunarsamvinnu.

Nýtt nafn ráðuneytisins verður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið.

Búið er að kynna væntanlega breytingu fyrir ríkisstjórn en forsetaúrskurð þarf til að hún gangi í gegn.

Samhliða nafnabreytingunni verða gerðar skipulagsbreytingar á ráðuneytinu sem vonir standa til að hægt verði að kynna á næstunni.

Fréttin var uppfærð klukkan 19:11 til að leiðrétta að ráðuneytið verði með vissu nefnt utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið. Annað nafn sem fram kom í fréttinni var byggt á misvísandi upplýsingum frá ráðuneytinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.