Fótbolti

Bale og Ramsey klárir í úrslitaleikinn um sæti á EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramsey og Bale verða væntanlega mikilvægir annað kvöld.
Ramsey og Bale verða væntanlega mikilvægir annað kvöld. vísir/getty

Gareth Bale og Aaron Ramsey eru báðir tilbúnir í það að byrja með Wales á morgun er liðin reynir að tryggja sér sæti á EM 2020.

Þetta staðfesti Ryan Giggs, þjálfari Wales, í samtali við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir leik morgundagsins en Wales mætir Ungverjalandi á heimavelli annað kvöld.

Bæði Bale og Ramsey hafa verið að glíma við meiðsli en þeir verða klárir í bátana á morgun og það frá upphafi leiksins. Joe Allen snýr einnig aftur eftir að hafa verið í leikbanni í leik helgarinnar.
Wales hélt sér á lífi með 2-0 sigri gegn Aserbaídjsan á útivelli á laugardaginn og leikurinn gegn Ungverjum annað kvöld er því úrslitaleikur. Ungverjar eru í 2. sætinu með tólf stig en Wales í þriðja með ellefu.

Leikurinn verður í beinni útsendingu annað kvöld á Stöð 2 Sport 2 en flautað verður til leiks 19.45.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.