Fótbolti

Bale og Ramsey klárir í úrslitaleikinn um sæti á EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramsey og Bale verða væntanlega mikilvægir annað kvöld.
Ramsey og Bale verða væntanlega mikilvægir annað kvöld. vísir/getty
Gareth Bale og Aaron Ramsey eru báðir tilbúnir í það að byrja með Wales á morgun er liðin reynir að tryggja sér sæti á EM 2020.Þetta staðfesti Ryan Giggs, þjálfari Wales, í samtali við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir leik morgundagsins en Wales mætir Ungverjalandi á heimavelli annað kvöld.Bæði Bale og Ramsey hafa verið að glíma við meiðsli en þeir verða klárir í bátana á morgun og það frá upphafi leiksins. Joe Allen snýr einnig aftur eftir að hafa verið í leikbanni í leik helgarinnar.

Wales hélt sér á lífi með 2-0 sigri gegn Aserbaídjsan á útivelli á laugardaginn og leikurinn gegn Ungverjum annað kvöld er því úrslitaleikur. Ungverjar eru í 2. sætinu með tólf stig en Wales í þriðja með ellefu.Leikurinn verður í beinni útsendingu annað kvöld á Stöð 2 Sport 2 en flautað verður til leiks 19.45.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.