„Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 18:45 Ráðherrar fóru undan í flæmingi og reyndu að komast hjá því að svara spurningum um Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, að mati stjórnarandstæðinga. Formaður Samfylkingarinnar byrjaði á því að kalla eftir afstöðu forsætisráðherra til ummæla sem höfð voru eftir Bjarna Benediktssyni í breska blaðinu The Guardian fyrir helgi. Þar er vitnað í ummæli Bjarna í íslenskum fjölmiðlum um að stjórnvöld í Namibíu séu spillt. „Mun hæstvirtur forsætisráðherra nú stíga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á þessum ummælum og gera það kristalklárt í augum umheimsins að hér sé ekki um að ræða ummæli sem eru í takt við stefnu Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda?“ spurði Logi. „Af minni hálfu er það algjörlega ljóst og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu mál, það verða ekki liðin lögbrot og það verður farið yfir lagarammann,“ svaraði Katrín meðal annars. Þessi svör þóttu Loga ekki fullnægjandi. „Þú svarar ekki,“ kallaði hann utan úr þingsal.Sjá einnig: Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjamálið í The Guardian Þá spurðu þingmenn Pírata bæði forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar og tengsl hans við Samherja. „Að fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra séu að hringja í Þorstein Má [Baldvinsson, sem steig til hliðar sem forstjóri Samherja] hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið? Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og beindi spurningu sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra mat sitt hæfi sjálfur, það er hann sem þarf að svara fyrir það og ég þarf ekki að svara fyrir það hvað mér finnst,“ svaraði Sigurður Ingi meðal annars. Halldóra Mogensen, flokkssystir Þórhildar Sunnu hafði þá áður borið upp sambærilega fyrirspurn til forsætisráðherra. „Er efling á trausti stjórnmála raunverulegt markmið eða er þetta bara svona skraut?“ spurði Halldóra. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa verið alveg skýr um afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna málsins, þau meintu brot sem átt hafi sér stað verði ekki liðin. Það komi aftur á móti ekkert fram í þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku sem bendi til þess að Kristján Þór hafi haft vitneskju um meintar mútugreiðslur og spillingu. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ráðherrar fóru undan í flæmingi og reyndu að komast hjá því að svara spurningum um Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, að mati stjórnarandstæðinga. Formaður Samfylkingarinnar byrjaði á því að kalla eftir afstöðu forsætisráðherra til ummæla sem höfð voru eftir Bjarna Benediktssyni í breska blaðinu The Guardian fyrir helgi. Þar er vitnað í ummæli Bjarna í íslenskum fjölmiðlum um að stjórnvöld í Namibíu séu spillt. „Mun hæstvirtur forsætisráðherra nú stíga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á þessum ummælum og gera það kristalklárt í augum umheimsins að hér sé ekki um að ræða ummæli sem eru í takt við stefnu Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda?“ spurði Logi. „Af minni hálfu er það algjörlega ljóst og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu mál, það verða ekki liðin lögbrot og það verður farið yfir lagarammann,“ svaraði Katrín meðal annars. Þessi svör þóttu Loga ekki fullnægjandi. „Þú svarar ekki,“ kallaði hann utan úr þingsal.Sjá einnig: Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjamálið í The Guardian Þá spurðu þingmenn Pírata bæði forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar og tengsl hans við Samherja. „Að fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra séu að hringja í Þorstein Má [Baldvinsson, sem steig til hliðar sem forstjóri Samherja] hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið? Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og beindi spurningu sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra mat sitt hæfi sjálfur, það er hann sem þarf að svara fyrir það og ég þarf ekki að svara fyrir það hvað mér finnst,“ svaraði Sigurður Ingi meðal annars. Halldóra Mogensen, flokkssystir Þórhildar Sunnu hafði þá áður borið upp sambærilega fyrirspurn til forsætisráðherra. „Er efling á trausti stjórnmála raunverulegt markmið eða er þetta bara svona skraut?“ spurði Halldóra. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa verið alveg skýr um afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna málsins, þau meintu brot sem átt hafi sér stað verði ekki liðin. Það komi aftur á móti ekkert fram í þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku sem bendi til þess að Kristján Þór hafi haft vitneskju um meintar mútugreiðslur og spillingu.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01