„Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 18:45 Ráðherrar fóru undan í flæmingi og reyndu að komast hjá því að svara spurningum um Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, að mati stjórnarandstæðinga. Formaður Samfylkingarinnar byrjaði á því að kalla eftir afstöðu forsætisráðherra til ummæla sem höfð voru eftir Bjarna Benediktssyni í breska blaðinu The Guardian fyrir helgi. Þar er vitnað í ummæli Bjarna í íslenskum fjölmiðlum um að stjórnvöld í Namibíu séu spillt. „Mun hæstvirtur forsætisráðherra nú stíga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á þessum ummælum og gera það kristalklárt í augum umheimsins að hér sé ekki um að ræða ummæli sem eru í takt við stefnu Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda?“ spurði Logi. „Af minni hálfu er það algjörlega ljóst og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu mál, það verða ekki liðin lögbrot og það verður farið yfir lagarammann,“ svaraði Katrín meðal annars. Þessi svör þóttu Loga ekki fullnægjandi. „Þú svarar ekki,“ kallaði hann utan úr þingsal.Sjá einnig: Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjamálið í The Guardian Þá spurðu þingmenn Pírata bæði forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar og tengsl hans við Samherja. „Að fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra séu að hringja í Þorstein Má [Baldvinsson, sem steig til hliðar sem forstjóri Samherja] hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið? Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og beindi spurningu sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra mat sitt hæfi sjálfur, það er hann sem þarf að svara fyrir það og ég þarf ekki að svara fyrir það hvað mér finnst,“ svaraði Sigurður Ingi meðal annars. Halldóra Mogensen, flokkssystir Þórhildar Sunnu hafði þá áður borið upp sambærilega fyrirspurn til forsætisráðherra. „Er efling á trausti stjórnmála raunverulegt markmið eða er þetta bara svona skraut?“ spurði Halldóra. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa verið alveg skýr um afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna málsins, þau meintu brot sem átt hafi sér stað verði ekki liðin. Það komi aftur á móti ekkert fram í þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku sem bendi til þess að Kristján Þór hafi haft vitneskju um meintar mútugreiðslur og spillingu. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Ráðherrar fóru undan í flæmingi og reyndu að komast hjá því að svara spurningum um Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, að mati stjórnarandstæðinga. Formaður Samfylkingarinnar byrjaði á því að kalla eftir afstöðu forsætisráðherra til ummæla sem höfð voru eftir Bjarna Benediktssyni í breska blaðinu The Guardian fyrir helgi. Þar er vitnað í ummæli Bjarna í íslenskum fjölmiðlum um að stjórnvöld í Namibíu séu spillt. „Mun hæstvirtur forsætisráðherra nú stíga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á þessum ummælum og gera það kristalklárt í augum umheimsins að hér sé ekki um að ræða ummæli sem eru í takt við stefnu Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda?“ spurði Logi. „Af minni hálfu er það algjörlega ljóst og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu mál, það verða ekki liðin lögbrot og það verður farið yfir lagarammann,“ svaraði Katrín meðal annars. Þessi svör þóttu Loga ekki fullnægjandi. „Þú svarar ekki,“ kallaði hann utan úr þingsal.Sjá einnig: Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjamálið í The Guardian Þá spurðu þingmenn Pírata bæði forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar og tengsl hans við Samherja. „Að fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra séu að hringja í Þorstein Má [Baldvinsson, sem steig til hliðar sem forstjóri Samherja] hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið? Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og beindi spurningu sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra mat sitt hæfi sjálfur, það er hann sem þarf að svara fyrir það og ég þarf ekki að svara fyrir það hvað mér finnst,“ svaraði Sigurður Ingi meðal annars. Halldóra Mogensen, flokkssystir Þórhildar Sunnu hafði þá áður borið upp sambærilega fyrirspurn til forsætisráðherra. „Er efling á trausti stjórnmála raunverulegt markmið eða er þetta bara svona skraut?“ spurði Halldóra. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa verið alveg skýr um afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna málsins, þau meintu brot sem átt hafi sér stað verði ekki liðin. Það komi aftur á móti ekkert fram í þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku sem bendi til þess að Kristján Þór hafi haft vitneskju um meintar mútugreiðslur og spillingu.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01