Oliver Luckett selur hið sögufræga Kjarvalshús á Seltjarnarnesi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 19:02 Stofan státar af fimm metra lofthæð. Hér er eflaust ágætt að mála listaverk. Mynd/Fasteignaljósmyndun Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn og milljónamæringurinn Oliver Luckett hefur sett hús sitt á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið er sögufrægt, kennt við listmálarann Jóhannes Kjarval, og eitt það glæsilegasta á landinu.Sjá einnig: Lohan er komin Luckett, sem er stórtækur listaverkasafnari, festi kaup á húsinu árið 2016. Það stendur við Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi og státar af „stórbrotnu útsýni“, líkt og það er orðað í fasteignaauglýsingunni sem finna má hér. Húsið er rúmir 440 fermetrar á tveimur hæðum og stendur á 880 fermetra lóð. Í því er að finna fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, rúmgóðar suðursvalir og þvottahús. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 178,5 milljónir króna. Myndir innan úr húsinu má sjá neðst í fréttinni.Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Vísir/ValliÞorvaldur S. Þorvaldsson arkítekt teiknaði húsið, sem byggt er árið 1969, með sérþarfir áðurnefnds Kjarvals í huga. Þannig var stofan til að mynda ætluð sem vinnustofa listmálarans, enda heppileg til listsköpunar með fimm metra lofthæð og stórum gluggum. Kjarval fékk húsið að gjöf frá íslensku þjóðinni fyrir ævistarf sitt og framlag til menningararfs Íslendinga. Þegar húsið var tilbúið hugnaðist honum þó ekki að flytja inn í það. Það gerðu hins vegar Oliver Luckett og eiginmaður hans, Scott Guinn, og settu svo sannarlega mark sitt á Kjarvalshús. Á myndum innan úr húsinu má sjá fjölda listaverka sem þeir hafa sankað að sér, mörg eftir íslenska listamenn.Húsið stendur við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi.Mynd/FasteignaljósmyndunLuckett og Guinn hafa verið tíðir gestir á Íslandi undanfarin ár og líta á landið sem sitt annað heimili. Þannig vakti brúðkaup þeirra sem haldið var hér á landi árið 2017 mikla athygli. Þá flykktist hingað málsmetandi fólk úr samkvæmislífinu vestanhafs, til dæmis bandaríska leikkonan Lindsay Lohan.Sjá einnig: Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinniÞá mætti skemmti- og listaelítan nánast eins og hún lagði sig þegar Luckett hélt upp á fertugsafmæli sitt í Gamla bíói árið 2014. Luckett er vel fjáður en hann seldi fyrir ekki svo löngu fyrirtæki sitt theAudience fyrir stórfé til fjárfesta frá Dubai. Luckett er frumkvöðull og samfélagsmiðlasérfræðingur og hefur meðal annars annast málefni frægs fólks á internetinu. Í fyrra var svo greint frá því að Luckett hefði snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski en hann kom að stofnun fyrirtækisins Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Fallegt eldhús. Bjart. Blátt.Mynd/FasteignaljósmyndunHugguleg setustofa.Mynd/FasteignaljósmyndunÞrjú svefnherbergi eru í húsinu. Hér er eitt þeirra.Mynd/FasteignaljósmyndunBorðstofan er heilir 110 fermetrar.Mynd/FasteignaljósmyndunOg útsýnið er ekki af verri endanum, líkt og sjá má á þessari mynd.Vísir/Fasteignaljósmyndun Hús og heimili Seltjarnarnes Tengdar fréttir Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32 Brúðkaup ársins: Þau sögðu já! Ástin var innsigluð á árinu sem er að líða. 22. desember 2017 20:30 Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn og milljónamæringurinn Oliver Luckett hefur sett hús sitt á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið er sögufrægt, kennt við listmálarann Jóhannes Kjarval, og eitt það glæsilegasta á landinu.Sjá einnig: Lohan er komin Luckett, sem er stórtækur listaverkasafnari, festi kaup á húsinu árið 2016. Það stendur við Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi og státar af „stórbrotnu útsýni“, líkt og það er orðað í fasteignaauglýsingunni sem finna má hér. Húsið er rúmir 440 fermetrar á tveimur hæðum og stendur á 880 fermetra lóð. Í því er að finna fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, rúmgóðar suðursvalir og þvottahús. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 178,5 milljónir króna. Myndir innan úr húsinu má sjá neðst í fréttinni.Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Vísir/ValliÞorvaldur S. Þorvaldsson arkítekt teiknaði húsið, sem byggt er árið 1969, með sérþarfir áðurnefnds Kjarvals í huga. Þannig var stofan til að mynda ætluð sem vinnustofa listmálarans, enda heppileg til listsköpunar með fimm metra lofthæð og stórum gluggum. Kjarval fékk húsið að gjöf frá íslensku þjóðinni fyrir ævistarf sitt og framlag til menningararfs Íslendinga. Þegar húsið var tilbúið hugnaðist honum þó ekki að flytja inn í það. Það gerðu hins vegar Oliver Luckett og eiginmaður hans, Scott Guinn, og settu svo sannarlega mark sitt á Kjarvalshús. Á myndum innan úr húsinu má sjá fjölda listaverka sem þeir hafa sankað að sér, mörg eftir íslenska listamenn.Húsið stendur við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi.Mynd/FasteignaljósmyndunLuckett og Guinn hafa verið tíðir gestir á Íslandi undanfarin ár og líta á landið sem sitt annað heimili. Þannig vakti brúðkaup þeirra sem haldið var hér á landi árið 2017 mikla athygli. Þá flykktist hingað málsmetandi fólk úr samkvæmislífinu vestanhafs, til dæmis bandaríska leikkonan Lindsay Lohan.Sjá einnig: Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinniÞá mætti skemmti- og listaelítan nánast eins og hún lagði sig þegar Luckett hélt upp á fertugsafmæli sitt í Gamla bíói árið 2014. Luckett er vel fjáður en hann seldi fyrir ekki svo löngu fyrirtæki sitt theAudience fyrir stórfé til fjárfesta frá Dubai. Luckett er frumkvöðull og samfélagsmiðlasérfræðingur og hefur meðal annars annast málefni frægs fólks á internetinu. Í fyrra var svo greint frá því að Luckett hefði snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski en hann kom að stofnun fyrirtækisins Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Fallegt eldhús. Bjart. Blátt.Mynd/FasteignaljósmyndunHugguleg setustofa.Mynd/FasteignaljósmyndunÞrjú svefnherbergi eru í húsinu. Hér er eitt þeirra.Mynd/FasteignaljósmyndunBorðstofan er heilir 110 fermetrar.Mynd/FasteignaljósmyndunOg útsýnið er ekki af verri endanum, líkt og sjá má á þessari mynd.Vísir/Fasteignaljósmyndun
Hús og heimili Seltjarnarnes Tengdar fréttir Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32 Brúðkaup ársins: Þau sögðu já! Ástin var innsigluð á árinu sem er að líða. 22. desember 2017 20:30 Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32
Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning