Innlent

Fimm teymi keppa um hönnun nýrrar Fossvogsbrúar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hér má sjá hvar búist er við að brúin komi yfir Fossvoginn.
Hér má sjá hvar búist er við að brúin komi yfir Fossvoginn. Vísir.
Vegagerðin, Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa óskað eftir ráðgjöfum til að taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog.Brúin mun tengja saman Kópavog við Reykjavík þar sem Borgarlína, gangandi og hjólandi vegfarendur munu ferðast yfir hana.Á vef Vegagerðarinnar segir að um opið forval sé að ræða þar sem valin verða fimm hönnunarteymi til að taka þátt í samkeppni á grundvelli hæfni og fyrri reynslu.Á Facebook-síðu Borgarlínunnar segir að um mikilvægan áfanga í leiðarkerfi Borgarlínu sé að ræða. Gert er ráð fyrir að leiðin Lækjartorg-Hamraborg, annar tveggja fyrstu leggja Borgarlínunnar, muni liggja frá Lækjartorgi að Háskóla Íslands og þaðan í gegnum Vatnsmýrina að hinni fyrirhuguðu brá frá Fossvogi yfir í Kópavoginn að endastöð við Hamraborg.Einnig er gert ráð fyrir umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna um brúnna.


Tengdar fréttir

Stórt skref í átt að brú yfir Fossvog

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti á fundi sínum á þriðjudag afgreiðslu skipulagsráðs þess efnis að tillaga að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog verði auglýst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.