Fyrstu svörtu kalkúnarnir á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2019 19:15 Stærsti svarti kalkúninn hjá Júlíusi er ansi stór og myndarlegur en það er karlfugl. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fyrstu og einu svörtu kalkúnar landsins eru nú komnir í ræktun hjá hænsnabónda í Þykkvabæ. Um er að ræða þrjá fullorðna fugla og tólf unga. Júlíus Már Baldursson í Þykkvabænum kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að ræktun hænsfugla en auk þess að vera um tvö hundruð landnámshænur þá er hann kominn með nokkra svarta kalkúna í hænsnahúsið sitt. „Mér áskotnuðust egg í fyrra, sem ég gerði að gamni mínu og setti í útungunarvél og fékk út úr því kalkúna, sem eru upphaflega komnir frá Færeyjum, svartir kalkúnar, svokallaðir koparkalkúnar því það kastar kopar á þá í dagsbirtu og sól. Það er bara gaman að þessu,“ segir Júlíus Már. Hann segir að það hafi alltaf verið til hvítir kalkúnar á Íslandi, stundum brúnir en aldrei svartir. „Þetta eru fallegir fuglar finnst mér og sérstök hljóðin í þeim og þeir eru sérstakir í útliti líka, þetta er nýmæli, svona fuglar hafi ekki verið til á Íslandi áður.“ Júlíus Már Baldursson, hænsnabóndi og kalkúnaeigandi í Þykkvabænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Júlíus að gera við kalkúnana, verða þeir kannski borðaðir um jólin? „Já, hann sagði mér þessi fyrrverandi eigandi í Færeyjum að hann hefði lógað tveimur fyrir jólin í fyrra hjá sér, sem voru einmitt jafn gamlir mínum fuglum og þeir hefðu verið átta og hálft og níu kíló, þannig að það er eitthvað á beinunum. Jólasteikin er klár, allavega hér úti hér hjá mér,“ segir Júlíus Már um leið og hann skellir upp úr. Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Fyrstu og einu svörtu kalkúnar landsins eru nú komnir í ræktun hjá hænsnabónda í Þykkvabæ. Um er að ræða þrjá fullorðna fugla og tólf unga. Júlíus Már Baldursson í Þykkvabænum kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að ræktun hænsfugla en auk þess að vera um tvö hundruð landnámshænur þá er hann kominn með nokkra svarta kalkúna í hænsnahúsið sitt. „Mér áskotnuðust egg í fyrra, sem ég gerði að gamni mínu og setti í útungunarvél og fékk út úr því kalkúna, sem eru upphaflega komnir frá Færeyjum, svartir kalkúnar, svokallaðir koparkalkúnar því það kastar kopar á þá í dagsbirtu og sól. Það er bara gaman að þessu,“ segir Júlíus Már. Hann segir að það hafi alltaf verið til hvítir kalkúnar á Íslandi, stundum brúnir en aldrei svartir. „Þetta eru fallegir fuglar finnst mér og sérstök hljóðin í þeim og þeir eru sérstakir í útliti líka, þetta er nýmæli, svona fuglar hafi ekki verið til á Íslandi áður.“ Júlíus Már Baldursson, hænsnabóndi og kalkúnaeigandi í Þykkvabænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Júlíus að gera við kalkúnana, verða þeir kannski borðaðir um jólin? „Já, hann sagði mér þessi fyrrverandi eigandi í Færeyjum að hann hefði lógað tveimur fyrir jólin í fyrra hjá sér, sem voru einmitt jafn gamlir mínum fuglum og þeir hefðu verið átta og hálft og níu kíló, þannig að það er eitthvað á beinunum. Jólasteikin er klár, allavega hér úti hér hjá mér,“ segir Júlíus Már um leið og hann skellir upp úr.
Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira