Sport

Í beinni í dag: Hamilton getur orðið heimsmeistari í sjötta sinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lewis Hamilton er með níu og hálfan fingur á heimsmeistartitlinum
Lewis Hamilton er með níu og hálfan fingur á heimsmeistartitlinum vísir/getty

NFL, formúla 1 og handbolti eiga sviðið á Stöð 2 Sport í dag á þessum súper sunnudegi.

Sunnudagar eru NFL dagar á Stöð 2 Sport 2 og það er rosalegur dagur fram undan, þrír leikir í beinni útsendingu.

Dagurinn hefst á leik Jacksonville Jaguars og Houston Texans en bæði lið hafa verið nokkuð upp og ofan. Þau mættust í september og þá vann Texans 13-12 sigur í hörkuleik.

Svo er komið að leik Kansas City Chiefs og Minnesota Vikings áður en komið er að rúsínunni í pylsuendanum, leik LA Chargers og Green Bay Packers.

Packers-liðið hefur verið nær óstöðvandi á tímabilinu og aðeins tapað einum leik í vetur. Þeir mæta Chargersliði sem batt enda á þriggja leikja tapgöngu í síðustu umferð með sigri á Chicago Bears í spennandi leik.

Þá verður tvíhöfði af handbolta í íþróttahúsinu að Varmá, Afturelding mætir KA/Þór í Olísdeild kvenna og karlaliðið mætir Haukum.

Lewis Hamilton getur orðið heimsmeistari í Formúlu 1 með sigri í kappakstrinum í Bandaríkjunum. Hann verður þá heimsmeistari í sjötta skiptið á ferlinum.

Allt þetta ásamt fótbolta og golfi á sportrásunum í dag. Allar dagskrárupplýsingar Stöðvar 2 má sjá hér.

Beinar útsendingar í dag:
14:25 Jacksonville Jaguars - Houston Texans, Sport 2
17:30 Bermuda Championship, Stöð 2 Golf
17:50 Afturelding - KA/Þór, Sport 3
17:55 Kansas City Chiefs - Minnesota Vikings, Sport 2
18:50 Formúla 1: Keppni, Sport
19:40 AC Milan - Lazio, Sport 4
20:05 Afturelding - Haukar, Sport 3
21:20 LA Chargers - Green Bay Packers, Sport 2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.