„Það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 21:30 Sigrún Sif Jóelsdóttir ásamt 19 öðrum konum stofnaði hreyfinguna Líf án ofbeldis. 2000 manns hafa skrifað undir áskorun hópsins. Vísir/Baldur Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. Konur sem standa fyrir undirskriftarsöfnun þess efnis segja að mæðrum sem greina frá áhyggjum af ofbeldi í forsjár-og umgengnismálum sé gert ókleift að vernda börnin sín. Um mánuður er síðan um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis. Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona hópsins segir að nauðsyn hafi rekið þær áfram. „Við stofnuðum þessa hreyfingu til að vekja athygli á bágri réttarstöðu þeirra barna sem eru þolendur heimilisofbeldis eða kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Hreyfingunni var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana um umgengnis og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sem höfðu beitt þau ofbeldi,“ segir Sigrún. Tvö þúsund manns skrifuðu undir áskorun til dómsmálaráðherra Konurnar fóru af stað með undirskriftarsöfnun fyrir tæpum mánuði. Þar er því m.a. hafnað að lögð sé sú krafa á mæður og börn, að dómur vegna ofbeldis yfir aðila í forsjár- eða umgengnismáli sé skilyrði fyrir því um mat á ofbeldishættu sé virt. Þá er bent á að það sé reglan en ekki undantekningin að mæður sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum sé ekki trúað. Undirskriftarsöfnuninni er lokið og skrifuðu um tvöþúsund manns undir hana. Dómsmálaráðherra og ráðuneyti eru krafin um að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. „Krafan er að að börnum sé tryggð vernd í ákvörðun sýslumanns og dómara í umgengni við feður í ofbeldismálum. Þolendur ofbeldis eru í alltof mörgum tilvikum látnir bera ábyrgðina á gerendum sínum í gegnum málavinnsluna. Viðhorfið verður að lagast og það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi. Því miður er reynslan oft sú að því ljótari sem brotin eru því meiri ringlureið verður í kerfinu,“ segir Sigrún sem segist persónulega vita af yfir 20 slíkum málum. „Við viljum að það sé hlustað á okkur og horft á upplýsingarnar sem koma fram í ofbeldismálunum. Það eru alltof mörg dæmi þess að það sé ekki gert,“ segur Sigrún. Mesta sjokkið að þetta sé ennþá svona Kona sem vill ekki koma fram undir nafni en segist hafa verið skikkuð til að umgangast stjúpföður sinn sem barn þrátt fyrir að hafa greint frá kynferðisofbeldi af hans hálfu og kært hann til lögreglu furðar sig á hvað lítið hefur breyst. „Það er mesta sjokkið að sjá að það er nánast ekkert breytt. Að vísu hefur yfirheyrsluferlið breyst það er komið inní Barnahús en að öðru leyti hefur lítið breyst,“ segir hún. Við segjum nánar frá reynslu kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu forsjáraðila og voru þvingaðar til að umgangast þá í fréttum á næstunni. Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. Konur sem standa fyrir undirskriftarsöfnun þess efnis segja að mæðrum sem greina frá áhyggjum af ofbeldi í forsjár-og umgengnismálum sé gert ókleift að vernda börnin sín. Um mánuður er síðan um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis. Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona hópsins segir að nauðsyn hafi rekið þær áfram. „Við stofnuðum þessa hreyfingu til að vekja athygli á bágri réttarstöðu þeirra barna sem eru þolendur heimilisofbeldis eða kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Hreyfingunni var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana um umgengnis og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sem höfðu beitt þau ofbeldi,“ segir Sigrún. Tvö þúsund manns skrifuðu undir áskorun til dómsmálaráðherra Konurnar fóru af stað með undirskriftarsöfnun fyrir tæpum mánuði. Þar er því m.a. hafnað að lögð sé sú krafa á mæður og börn, að dómur vegna ofbeldis yfir aðila í forsjár- eða umgengnismáli sé skilyrði fyrir því um mat á ofbeldishættu sé virt. Þá er bent á að það sé reglan en ekki undantekningin að mæður sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum sé ekki trúað. Undirskriftarsöfnuninni er lokið og skrifuðu um tvöþúsund manns undir hana. Dómsmálaráðherra og ráðuneyti eru krafin um að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. „Krafan er að að börnum sé tryggð vernd í ákvörðun sýslumanns og dómara í umgengni við feður í ofbeldismálum. Þolendur ofbeldis eru í alltof mörgum tilvikum látnir bera ábyrgðina á gerendum sínum í gegnum málavinnsluna. Viðhorfið verður að lagast og það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi. Því miður er reynslan oft sú að því ljótari sem brotin eru því meiri ringlureið verður í kerfinu,“ segir Sigrún sem segist persónulega vita af yfir 20 slíkum málum. „Við viljum að það sé hlustað á okkur og horft á upplýsingarnar sem koma fram í ofbeldismálunum. Það eru alltof mörg dæmi þess að það sé ekki gert,“ segur Sigrún. Mesta sjokkið að þetta sé ennþá svona Kona sem vill ekki koma fram undir nafni en segist hafa verið skikkuð til að umgangast stjúpföður sinn sem barn þrátt fyrir að hafa greint frá kynferðisofbeldi af hans hálfu og kært hann til lögreglu furðar sig á hvað lítið hefur breyst. „Það er mesta sjokkið að sjá að það er nánast ekkert breytt. Að vísu hefur yfirheyrsluferlið breyst það er komið inní Barnahús en að öðru leyti hefur lítið breyst,“ segir hún. Við segjum nánar frá reynslu kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu forsjáraðila og voru þvingaðar til að umgangast þá í fréttum á næstunni.
Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira