Innlent

Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tvær af herþotunum á lofti yfir landinu
Tvær af herþotunum á lofti yfir landinu Mynd/NATO
Flugmenn ítölsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli.Sjá má hermennina hlaupa af stað og upp í bíl á öryggissvæðinu við Keflavíkurflugvöll á meðan viðvörunarbjalla hringir þá út. Þaðan fara þeir um borð í F-35 orrustuþoturnar sem sveitin notaði við æfingar hér á landi.Á myndböndunum hér fyrir neðan má sjá nokkur mögnuð myndskeið frá æfingum hermannanna, sem tekin voru á meðan flugvélarnar voru á lofti hér við land.Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hófst að nýju í lok september þegar sex F-35 orrustuvélar komu hingað til lands. Hundrað og fjörutíu liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi. Loftrýmisgæslan gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig en lýst var yfir neyðarástandi um skamma hríð á Akureyraflugvelli þegar flugmenn lentu í vandræðum með eina herþotuna. 


Tengdar fréttir

Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland

Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.