Lífið

Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng

Stefán Árni Pálsson skrifar
Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á sínu fyrsta barni á nýju ári.
Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á sínu fyrsta barni á nýju ári. Myndir/vilhjálmur

Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á sínu fyrsta barni en Edda er gengin sex mánuði á leið.

Vilhjálmur birtir fallegar myndir af Eddu á Facebook og skrifar við færsluna. „Fallega Edda mín“.

Vilhjálmur starfar sem framleiðandi á RÚV og hefur Edda sjálf heillað þjóðina með frammistöðu sinni á skjánum sem íþróttafréttakona á RÚV og einnig hefur hún unnið sem dagskrágerðarkona í Landanum.

Þau eiga von á dreng og er settur dagur 3. febrúar 2020. 

Edda Sif er sett 3. febrúar. mynd/vilhjálmur
Edda Sif geislar hreinlega þessa dagana. mynd/vilhjálmur


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.