Nú verður hann alltaf hluti af henni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 19:53 Við fengum að kíkja í heimsókn á Landspítalann í dag þar sem hjónin Sigríður Ragna Jónasdóttir (Sirrý) og Veigar Margeirsson deila sjúkrastofu. Þau voru nefnilega bæði í aðgerð í gær. Sirrý fékk nýra hjá Veigari en hennar voru komin niður í sjö prósent starfsemi með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. Sjá má skemmtilegt viðtal við hjónin hér að ofan. Sirrý segir nokkra í kringum sig hafa boðist til að gefa henni nýra eða a.m.k. kanna hvort þau gætu það en Veigar heimtaði að vera fyrstur. „Veigar, maðurinn minn til 25 ára, vildi vera fyrstur til að láta prófa sig. Man of the house, eins og hann segir," segir Sirrý og skellir upp úr. „Ég vildi sýna fordæmi. Það er ekki sjálfsagt að fólk bjóði fram líffæri. Það er heilmikið ferli sem maður þarf að fara í gegnum,“ segir Veigar.Hér má sjá hjónin á vöknun í gær.En það er aldeilis þess virði. Aðgerðin gekk vel og hjónin sjá fram á bjarta tíma. „Við erum ótrúlega lánsöm að hún sé með sjúkdóm sem hægt er að lækna svona og það er yndislegt að ég gat hjálpað til því þá fæ ég að hafa hana lengur,“ segir Veigar en þau hafa lengi verið í lífi hvors annars. Þau byrjuðu að vera saman um tvítugt en hafa þó óbeint verið í lífi hvors annars frá unga aldri enda saman á leikskóla sem lítil börn. Nú mun Veigar fylgja Sirrý út lífið, ef svo má segja.Notar nýrað til að komast í veiði Hjónin tala um að ferlið hafi verið dýrmæt upplifun fyrir þau að ganga í gegnum saman. Nú er Veigar með 50% virkni í sínu eina nýra. Sirrý er með eitt hraust og tvö minni og þau grínast með að hún hafi tekið fram úr honum. En það er auðvitað af því að hún fékk svo fínt nýra. Sirrý og Veigar komust að því eftir að þau kynntust um tvítugt að þau kynntust í raun í leikskóla.„Læknarnir sögðu að þetta hafi verið fallegt, bleikt og stórt nýra,“ segir Veigar hlæjandi. En hann útskýrir að hér með sé þetta ekki lengur hans nýra heldur hennar. Það verður því ekki notað gegn henni í daglega lífinu. „Hann hins vegar ætlar að nota það gegn með mér ef hann langar í veiði,“ segir Sirrý og hlær. Svo segir hún að hann fái að fara í alla þá veiði sem hann vill. Þau segja aðgerðina breyta miklu í lífi þeirra - líka þeirra samveru og hjónabandi. „Nú verður bara gaman,“ segir Sirrý enda fái hún nú orku til að gera hluti með Veigari, stunda útivist og áhugamál, í stað þess að liggja í sófanum þreytt. Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Við fengum að kíkja í heimsókn á Landspítalann í dag þar sem hjónin Sigríður Ragna Jónasdóttir (Sirrý) og Veigar Margeirsson deila sjúkrastofu. Þau voru nefnilega bæði í aðgerð í gær. Sirrý fékk nýra hjá Veigari en hennar voru komin niður í sjö prósent starfsemi með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. Sjá má skemmtilegt viðtal við hjónin hér að ofan. Sirrý segir nokkra í kringum sig hafa boðist til að gefa henni nýra eða a.m.k. kanna hvort þau gætu það en Veigar heimtaði að vera fyrstur. „Veigar, maðurinn minn til 25 ára, vildi vera fyrstur til að láta prófa sig. Man of the house, eins og hann segir," segir Sirrý og skellir upp úr. „Ég vildi sýna fordæmi. Það er ekki sjálfsagt að fólk bjóði fram líffæri. Það er heilmikið ferli sem maður þarf að fara í gegnum,“ segir Veigar.Hér má sjá hjónin á vöknun í gær.En það er aldeilis þess virði. Aðgerðin gekk vel og hjónin sjá fram á bjarta tíma. „Við erum ótrúlega lánsöm að hún sé með sjúkdóm sem hægt er að lækna svona og það er yndislegt að ég gat hjálpað til því þá fæ ég að hafa hana lengur,“ segir Veigar en þau hafa lengi verið í lífi hvors annars. Þau byrjuðu að vera saman um tvítugt en hafa þó óbeint verið í lífi hvors annars frá unga aldri enda saman á leikskóla sem lítil börn. Nú mun Veigar fylgja Sirrý út lífið, ef svo má segja.Notar nýrað til að komast í veiði Hjónin tala um að ferlið hafi verið dýrmæt upplifun fyrir þau að ganga í gegnum saman. Nú er Veigar með 50% virkni í sínu eina nýra. Sirrý er með eitt hraust og tvö minni og þau grínast með að hún hafi tekið fram úr honum. En það er auðvitað af því að hún fékk svo fínt nýra. Sirrý og Veigar komust að því eftir að þau kynntust um tvítugt að þau kynntust í raun í leikskóla.„Læknarnir sögðu að þetta hafi verið fallegt, bleikt og stórt nýra,“ segir Veigar hlæjandi. En hann útskýrir að hér með sé þetta ekki lengur hans nýra heldur hennar. Það verður því ekki notað gegn henni í daglega lífinu. „Hann hins vegar ætlar að nota það gegn með mér ef hann langar í veiði,“ segir Sirrý og hlær. Svo segir hún að hann fái að fara í alla þá veiði sem hann vill. Þau segja aðgerðina breyta miklu í lífi þeirra - líka þeirra samveru og hjónabandi. „Nú verður bara gaman,“ segir Sirrý enda fái hún nú orku til að gera hluti með Veigari, stunda útivist og áhugamál, í stað þess að liggja í sófanum þreytt.
Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira