Innlent

Rökræða um stjórnarskrá

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskránni árið 2012.
Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskránni árið 2012. fréttablaðið/pjetur

Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina.

Rökræðukönnunin sem fram fer í Laugardalshöll mun taka fyrir nokkur afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar. Rætt verður um forsetaembættið, þjóðaratkvæðagreiðslur, breytingar á stjórnarskrá, skipan kjördæma, atkvæðavægi og fleira.

Framkvæmdin verður þannig að þátttakendum verður skipt í hópa og verða viðfangsefnin rædd út frá rökum með og á móti tillögum. Svo mun þátttakendum gefast tækifæri til að eiga samtal við sérfræðinga.

Í upphafi og við lok fundar verður gerð viðhorfskönnun og athugað hvort breytingar hafi orðið á viðhorfum fólks. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands annast framkvæmd könnunarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.