Innlent

Engin áform um að hækka Seðlabanka um tvær hæðir

Björn Þorfinnsson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm
Seðlabankastjóri telur ekki tímabært að ráðast í byggingu tveggja hæða ofan á núverandi höfuðstöðvar Seðlabankans.Morgunblaðið greindi frá því í byrjun vikunnar að framkvæmdirnar væru áformaðar en seðlabankastjóri vísar því á bug. Aðeins hafi verið kannað hvort möguleikinn væri fyrir hendi.„Áður en ég settist í stól seðlabankastjóra hafði Seðlabankinn látið kanna afstöðu borgaryfirvalda til mögulegrar hækkunar á húsnæði bankans ef á þyrfti að halda. Ég tel mjög gott að vita hvort þessi möguleiki stendur raunverulega til boða en tel sjálfur að það sé ekki tímabært að ráðast í slíka framkvæmd,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Hann bendir á að höfuðstöðvarnar séu komnar til ára sinna og vænlegra sé að setja endurbætur á húsinu í forgang frekar en nýbyggingu. Þá sé mikilvægt að nýta betur það rými sem er til staðar.Hugmyndirnar um nýju hæðirnar tvær komu ekki síst til vegna þess að um næstu áramót munu Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast.Að sögn seðlabankastjóra gengur undirbúningurinn vel. Fyrst um sinn verði starfsemi Fjármálaeftirlitsins í Borgartúni en ráðgert er að starfsemin muni öll verða í húsnæði Seðlabankans.„Húsnæði Seðlabankans ætti vel að geta rúmað starfsfólk beggja stofnana,“ segir Ásgeir.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.