Berst fyrir lífi sínu eftir alvarlegt bílslys í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:30 Hanna Margrét lenti í alvarlegu bílslysi á leið sinni til vinnu í síðustu viku. Mynd/Aðsend Hanna Margrét Condon, ung, hálfíslensk kona, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Illinois-ríki í Bandaríkjunum eftir alvarlegt bílslys í síðustu viku. Aðstandendur hennar, sem standa að netsöfnun til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar, segjast ævinlega þakklát þeim sem lagt hafa söfnuninni lið – einkum Íslendingunum sem rétta fram hjálparhönd yfir hafið. Hanna Margrét er 22 ára, nýútskrifuð úr háskóla og kennir börnum með sérþarfir. Hún er uppalin í Bandaríkjunum en á íslenska móður, Huldu Björk Stebbins, og hefur heimsótt Ísland reglulega í gegnum árin. Hún var á leið til vinnu að morgni 30. október þegar hún lenti í hörðum árekstri við flutningabíl.Fjölskyldan í molum Stína Ólafsdóttir, sem starfar við ríkisháskóla í Ohio-ríki, er æskuvinkona Huldu, móður Hönnu Margrétar. Hún er á meðal þeirra sem halda utan um GoFundMe-söfnun sem hrint var af stað í kjölfar slyssins, m.a. til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar. „Fjölskyldan er alveg í molum,“ segir Stína í samtali við Vísi. „Að fá svona stuðning fyrir því sem vantar, það bara eru ekki til orð yfir það.“ Alltaf einhver hjá henni Hanna Margrét liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsinu, sem er í um tveggja klukkutíma fjarlægð frá heimili hennar. Hún hlaut töluverða höfuðáverka í slysinu og á langt bataferli fyrir höndum. Þá skiptist fjölskyldan á að dvelja hjá henni á spítalanum. „Öðru hvoru, ef hún er spurð, þá kreistir hún fingur og það er gott,“ segir Stína. „Hulda gistir í bænum þar sem sjúkrahúsið er og reynir að fara heim um helgar, skiptist á við pabba hennar eða annan fjölskyldumeðlim. Það er alltaf einhver hjá henni.“ Ómetanlegur stuðningur Stína segir að viðbrögðin við söfnuninni hafi verið ómetanleg. Strax og fréttir bárust af slysinu hafi batakveðjum byrjað að rigna yfir fjölskyldu þessarar yndislegu, ungu konu. „Þau eru svo þakklát. Ég setti þetta upp snemma um morguninn og fimm mínútum síðar var byrjað að senda á hana kveðjur og gefa í söfnunina,“ segir Stína. „Fjölskyldan kemst ekki yfir það hvað þau eru búin að fá mikinn stuðning. Fólk er að biðja fyrir henni og hugsa til hennar. Þegar svona kemur fyrir finnur maður hvað maður á góða að og Íslendingar styðja sérstaklega vel við þá sem þurfa á stuðningi að halda.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að ýta hér. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Hanna Margrét Condon, ung, hálfíslensk kona, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Illinois-ríki í Bandaríkjunum eftir alvarlegt bílslys í síðustu viku. Aðstandendur hennar, sem standa að netsöfnun til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar, segjast ævinlega þakklát þeim sem lagt hafa söfnuninni lið – einkum Íslendingunum sem rétta fram hjálparhönd yfir hafið. Hanna Margrét er 22 ára, nýútskrifuð úr háskóla og kennir börnum með sérþarfir. Hún er uppalin í Bandaríkjunum en á íslenska móður, Huldu Björk Stebbins, og hefur heimsótt Ísland reglulega í gegnum árin. Hún var á leið til vinnu að morgni 30. október þegar hún lenti í hörðum árekstri við flutningabíl.Fjölskyldan í molum Stína Ólafsdóttir, sem starfar við ríkisháskóla í Ohio-ríki, er æskuvinkona Huldu, móður Hönnu Margrétar. Hún er á meðal þeirra sem halda utan um GoFundMe-söfnun sem hrint var af stað í kjölfar slyssins, m.a. til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar. „Fjölskyldan er alveg í molum,“ segir Stína í samtali við Vísi. „Að fá svona stuðning fyrir því sem vantar, það bara eru ekki til orð yfir það.“ Alltaf einhver hjá henni Hanna Margrét liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsinu, sem er í um tveggja klukkutíma fjarlægð frá heimili hennar. Hún hlaut töluverða höfuðáverka í slysinu og á langt bataferli fyrir höndum. Þá skiptist fjölskyldan á að dvelja hjá henni á spítalanum. „Öðru hvoru, ef hún er spurð, þá kreistir hún fingur og það er gott,“ segir Stína. „Hulda gistir í bænum þar sem sjúkrahúsið er og reynir að fara heim um helgar, skiptist á við pabba hennar eða annan fjölskyldumeðlim. Það er alltaf einhver hjá henni.“ Ómetanlegur stuðningur Stína segir að viðbrögðin við söfnuninni hafi verið ómetanleg. Strax og fréttir bárust af slysinu hafi batakveðjum byrjað að rigna yfir fjölskyldu þessarar yndislegu, ungu konu. „Þau eru svo þakklát. Ég setti þetta upp snemma um morguninn og fimm mínútum síðar var byrjað að senda á hana kveðjur og gefa í söfnunina,“ segir Stína. „Fjölskyldan kemst ekki yfir það hvað þau eru búin að fá mikinn stuðning. Fólk er að biðja fyrir henni og hugsa til hennar. Þegar svona kemur fyrir finnur maður hvað maður á góða að og Íslendingar styðja sérstaklega vel við þá sem þurfa á stuðningi að halda.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að ýta hér.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira