Innlent

Þrjú hundruð manns funda um breytingar á stjórnarskránni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Fundurinn er í Laugardalshöll.
Fundurinn er í Laugardalshöll. Vísir/Frikki

Breytingar á stjórnarskránni eru í brennidepli í Laugardalshöll um helgina þar sem um þrjú hundruð manns eru saman komin. 

„Þetta er liður í vinnu stjórnvalda í að breyta stjórnarskránni. Þannig að eftir þennan fund þá skrifum við náttúrulega skýrslu um niðurstöðurnar, gerum grein fyrir þeim umræðum sem hér fóru fram og hver viðhorf fólks eru bæði í upphafi og í lok. Þannig að það verður eitthvað efni sem að stjórnvöld geta síðan nýtt inn í sín frumvörp sem að eru um breytingar á stjórnarskránni,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem hefur umsjón með fundinum í Laugardalshöllinni.  

Fundargestir ræða nokkur afmörkuð atriði eins og embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðarfrumkvæði, Landsdóm, breytingar á stjórnarskrá, kjördæmaskiptingu og atkvæðavægi og alþjóðasamstarf. Reynt var að bjóða fjölbreyttum hópi til fundarins. Hins vegar er fór það þannig að karlmenn eru töluvert fleiri á fundinum en konur og fleiri aldraðir en yngra fólk.

„Það er alltaf aðeins erfiðara að fá yngsta fólkið til þess að taka þátt í þessu og karlmenn eru gjarnan heldur viljugri heldur en konur til að taka þátt í svona vinnu en við reynum að tryggja það að hópurinn sem er hér endurspegli þjóðina sem best,“ segir Guðbjörg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.