Innlent

Gerðu samning til sex mánaða

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Hætta er á að dýralæknalaust verði á víða um land.
Hætta er á að dýralæknalaust verði á víða um land. Fréttablaðið/Vilhelm
Dýralæknar á landsbyggðinni hafa gert hálfs árs óbreyttan verktakasamning við landbúnaðarráðuneytið til að gefa starfshópi svigrúm til að gera gagngerar breytingar á kerfinu. Ráðherra skipaði í hópinn í september en samningar runnu út um síðustu mánaðamót.Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir í Búðardal sem situr í samningahópi Dýralæknafélagsins, segir að samningurinn gildi til 1. maí en hafi aðeins eins mánaðar uppsagnarfrest. Hópurinn hafi talið að tíminn til að komast að góðri niðurstöðu til framtíðar hafi verið of knappur.„Ég er hæfilega bjartsýnn á að við náum lendingu sem fólk sættir sig við,“ segir hann. „Óneitanlega er búinn að vera mikill kurr í fólki undanfarin ár.“ Deilan snýst ekki aðeins um laun heldur einnig það fyrirkomulag að dýralæknar séu skuldbundnir til að vera á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Áhyggjur hafa verið af því að stór svæði á landsbyggðinni yrðu dýralæknalaus vegna lakra kjara.„Þetta skiptir miklu máli þegar slys, veikindi og barneignir koma upp. Í dag eru engar konur á barneignaraldri að sækja um þessi störf,“ segir Gísli. Kröfur dýralæknanna snúast fyrst og fremst um að verða losuð undan þeirri skyldu að bera ábyrgð á vaktinni. „Sum okkar höfum lent í því að vera slösuð á bakvakt, alveg óvinnufær.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.