Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2019 07:47 Minnisvarðinn um þjóðarmorðið á Armenum í Jerevan, höfuðborg Armeníu. Getty Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. Málið er mjög viðkvæmt og kemur samþykktin á erfiðum tíma í tvíhliða samskiptum Bandaríkjanna og Tyrklands. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena. Í frétt BBC segir að fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sem sækist nú eftir að verða forsetaefni Demókrata, telji að með atkvæðagreiðslunni í gær sé verið að heiðra minningu hinna látnu. Alls greiddu 405 atkvæði með ályktuninni, en ellefu gegn.Tyrkir fordæma ályktunina Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir atkvæðagreiðsluna hefndaraðgerð vegna hernaðaraðgerða Tyrklands í norðanverðu Sýrlandi fyrr í mánuðinum. Hefur Tyrklandsstjórn harðlega fordæmt ályktunina. Alls hafa á fjórða tug ríkja viðurkennt morðin sem þjóðarmorð, þar á meðal Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Rússland. Íslensk stjórnvöld hafa ekki viðurkennt atburðina sem þjóðarmorð. Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. Málið er mjög viðkvæmt og kemur samþykktin á erfiðum tíma í tvíhliða samskiptum Bandaríkjanna og Tyrklands. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena. Í frétt BBC segir að fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sem sækist nú eftir að verða forsetaefni Demókrata, telji að með atkvæðagreiðslunni í gær sé verið að heiðra minningu hinna látnu. Alls greiddu 405 atkvæði með ályktuninni, en ellefu gegn.Tyrkir fordæma ályktunina Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir atkvæðagreiðsluna hefndaraðgerð vegna hernaðaraðgerða Tyrklands í norðanverðu Sýrlandi fyrr í mánuðinum. Hefur Tyrklandsstjórn harðlega fordæmt ályktunina. Alls hafa á fjórða tug ríkja viðurkennt morðin sem þjóðarmorð, þar á meðal Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Rússland. Íslensk stjórnvöld hafa ekki viðurkennt atburðina sem þjóðarmorð.
Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00