Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. október 2019 18:39 Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn á flugvellinum eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1992 og 1991, voru handteknir um miðja síðustu viku eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af einum þeirra sem leiddi til þess að efnin fundust. „Þetta mál kemur upp 23. október síðastliðinn. Lögreglumenn í almennu umferðareftirliti höfðu hér afskipti af borgara sem leiddi til þess að það var lagt hald á töluvert magn fíkniefna,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn, ásamt tveimur öðrum, voru þá úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um að hafa smyglað efnunum til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða nokkra lítra af amfetamínbasa og rúmlega tvö kíló af kókaíni. „Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og því miður getum við ekki gefið út frekari upplýsingar hvað það varðar,“ segir Jón Halldór.Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft en úr einum lítra er hægt að fá hátt í tólf kíló af amfetamíndufti í þeim styrkleika sem selt er á götunni. Áreiðanlegar heimildir fréttastofu herma að einn mannanna, sem fæddur er árið 1992, sé starfsmaður Airport Associates, og hefur starfað þar í nokkuð mörg ár. Hinir tveir eru fyrrverandi starfsmenn sama fyrirtækis. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan hafi farið í húsleit í húskynnum fyrirtækisins vegna málsins. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn. Rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Ég myndi segja að þessi rannsókn væri vel á veg komin en á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Halldór. Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn á flugvellinum eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1992 og 1991, voru handteknir um miðja síðustu viku eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af einum þeirra sem leiddi til þess að efnin fundust. „Þetta mál kemur upp 23. október síðastliðinn. Lögreglumenn í almennu umferðareftirliti höfðu hér afskipti af borgara sem leiddi til þess að það var lagt hald á töluvert magn fíkniefna,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn, ásamt tveimur öðrum, voru þá úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um að hafa smyglað efnunum til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða nokkra lítra af amfetamínbasa og rúmlega tvö kíló af kókaíni. „Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og því miður getum við ekki gefið út frekari upplýsingar hvað það varðar,“ segir Jón Halldór.Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft en úr einum lítra er hægt að fá hátt í tólf kíló af amfetamíndufti í þeim styrkleika sem selt er á götunni. Áreiðanlegar heimildir fréttastofu herma að einn mannanna, sem fæddur er árið 1992, sé starfsmaður Airport Associates, og hefur starfað þar í nokkuð mörg ár. Hinir tveir eru fyrrverandi starfsmenn sama fyrirtækis. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan hafi farið í húsleit í húskynnum fyrirtækisins vegna málsins. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn. Rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Ég myndi segja að þessi rannsókn væri vel á veg komin en á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Halldór.
Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30