Fótbolti

Samúel Kári í úrslitaleikinn í Noregi en Eggert og Ísak í 8-liða úrslitin í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson var með fyrirliðabandið í sigri SönderjyskE í kvöld.
Eggert Gunnþór Jónsson var með fyrirliðabandið í sigri SönderjyskE í kvöld. vísir/getty
Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður á 22. mínútu er Viking vann 3-0 sigur á Ranheim í undanúrslitum norska bikarsins í knattspyrnu.

Viking komst yfir strax á áttundu mínútu og tvöfölduðu forystuna á 38. mínútu. Þriðja mark leit svo dagsins ljós á 52. mínútu og lokatölur 3-0.

Í úrslitaleiknum verður það annað hvort Odd eða Haugesund sem bíður nýliðanna í norsku úrvalsdeildinni í þeirra bikarævintýri.

Í Danmörk vann SönderjyskE 1-0 sigur á Bröndby í Íslendingaslag en sigurmarkið kom á síðustu tíu mínútum leiksins. Markið gerði varamaðurinn Mark Lieder.

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn fyrir SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður. Hjörtur Hermannsson spilaði fyrstu 87 mínúturnar fyrir Bröndby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×