Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. október 2019 13:22 Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Vísir/getty Íbúar á landsbyggðinni sem telja mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu en slúðrið er áhrifaþáttur á búsetuánægju fólks. Þetta er niðurstaða rannsóknar um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. „Rannsóknin mín er partur af verkefni sem Byggðastofnun er með um búferlaflutninga innan landsbyggðar. Ég er að vinna doktorsverkefni um búsetu ungra kvenna á landsbyggðinni og þar er einn af þeim áhrifaþáttum sem ég er að skoða er slúður,“ Gréta Bergrún segir að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sé furðulegt hversu lítið slúður hafi verið rannsakað hingað til. „Þetta er í fyrsta skiptið sem verið er að skoða þetta. Við finnum þarna marktæk tengsl við það að þeim sem finnst mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu. Við sýnum fram á það núna að þetta er einn þáttur sem skiptir máli og hefur áhrif á búsetuánægju fólks.“ Í rannsókninni er sjónum sérstaklega beint að konum. „Það sem ég er að skoða gagnvart konum er hvort þetta beinist harðar gegn þeim og hafi öðruvísi áhrif á konur heldur en karla. Ég er til dæmis að skoða drusluskömmun og fleira.“Hefur eitthvað slíkt komið í ljós?„Í þeim viðtölum sem ég hef verið að taka þá er það bara þannig að konur verða frekar fyrir drusluskömmun frekar en karlar. Þetta er náttúrulega gömul saga og ný – við vitum það - og ekkert séríslenskt fyrirbrigði en það kannski hefur þau áhrif að þú ert þá frekar að fara úr þorpinu eða þá þeir sem fara með eitthvað orðspor á bakinu að þeir snúa síður til baka,“ segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri en hún flytur fyrirlestur um rannsóknina á Þjóðarspeglinum sem hefst á morgun. Hér er hægt að skoða veglega dagskrá Þjóðarspegilsins í ár. Byggðamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni sem telja mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu en slúðrið er áhrifaþáttur á búsetuánægju fólks. Þetta er niðurstaða rannsóknar um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. „Rannsóknin mín er partur af verkefni sem Byggðastofnun er með um búferlaflutninga innan landsbyggðar. Ég er að vinna doktorsverkefni um búsetu ungra kvenna á landsbyggðinni og þar er einn af þeim áhrifaþáttum sem ég er að skoða er slúður,“ Gréta Bergrún segir að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sé furðulegt hversu lítið slúður hafi verið rannsakað hingað til. „Þetta er í fyrsta skiptið sem verið er að skoða þetta. Við finnum þarna marktæk tengsl við það að þeim sem finnst mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu. Við sýnum fram á það núna að þetta er einn þáttur sem skiptir máli og hefur áhrif á búsetuánægju fólks.“ Í rannsókninni er sjónum sérstaklega beint að konum. „Það sem ég er að skoða gagnvart konum er hvort þetta beinist harðar gegn þeim og hafi öðruvísi áhrif á konur heldur en karla. Ég er til dæmis að skoða drusluskömmun og fleira.“Hefur eitthvað slíkt komið í ljós?„Í þeim viðtölum sem ég hef verið að taka þá er það bara þannig að konur verða frekar fyrir drusluskömmun frekar en karlar. Þetta er náttúrulega gömul saga og ný – við vitum það - og ekkert séríslenskt fyrirbrigði en það kannski hefur þau áhrif að þú ert þá frekar að fara úr þorpinu eða þá þeir sem fara með eitthvað orðspor á bakinu að þeir snúa síður til baka,“ segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri en hún flytur fyrirlestur um rannsóknina á Þjóðarspeglinum sem hefst á morgun. Hér er hægt að skoða veglega dagskrá Þjóðarspegilsins í ár.
Byggðamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira