Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2019 20:30 Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. Utanríkisráðherra segir að meðal annars þurfi að horfa til netöryggismála og tilrauna ríkja til að hafa áhrif á innanríkismál annarra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom heim af þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi nú síðdegis. Þar var tillaga hans var samþykkt um að Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra gerði skýrslu sem byggir á hugmyndum Torvald Stoltenberg fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs um aukið samstarf Norðurlandanna öryggis og varnarmálum sem kom út fyrir tíu árum. „Við erum að skoða öryggishugtakið í stærra samhengi. Það er verið að skoða hvaða áhrif loftlagsmálin hafa á öryggismál og þær breytingar sem þar eru. Við erum auðvitað að sjá meiri ógn þegar kemur að tölvuárásum,“ segir Guðlaugur Þór. Þá þurfi að verjast tilraunum afla sem vilji grafa undan alþjóðakerfinu. En við höfum byggt okkar samskipti áþví og notið ríkulega góðs af því. Allar Norðurlandaþjóðirnar og ekki hvað síst við íslendingar. Ertu þá jafnvel að tala um falsfréttir og baráttuna gegn þeim? „Já, meðal annars. Áhrif á kosningar og annað slíkt. Við auðvitað verðum að líta á öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir utanríkisráðherra. Í vikunni var greint frá mestu umferð rússneskra kafbáta á Atlantshafi frá því kalda stríðinu sem ráðherra segir ekki vera góðar fréttir. „Frá því innlimun Krímskaga átti sér stað árið 2014 hafa hernaðarleg umsvif Rússa því miður aukist hér á þessu svæði. Því hefur verið mætt, ekki bara að hálfu Bandaríkjanna hér, heldur sömuleiðis frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Það er auðvitað grunnur sem við byggjum okkar traustu varnir á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. Utanríkisráðherra segir að meðal annars þurfi að horfa til netöryggismála og tilrauna ríkja til að hafa áhrif á innanríkismál annarra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom heim af þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi nú síðdegis. Þar var tillaga hans var samþykkt um að Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra gerði skýrslu sem byggir á hugmyndum Torvald Stoltenberg fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs um aukið samstarf Norðurlandanna öryggis og varnarmálum sem kom út fyrir tíu árum. „Við erum að skoða öryggishugtakið í stærra samhengi. Það er verið að skoða hvaða áhrif loftlagsmálin hafa á öryggismál og þær breytingar sem þar eru. Við erum auðvitað að sjá meiri ógn þegar kemur að tölvuárásum,“ segir Guðlaugur Þór. Þá þurfi að verjast tilraunum afla sem vilji grafa undan alþjóðakerfinu. En við höfum byggt okkar samskipti áþví og notið ríkulega góðs af því. Allar Norðurlandaþjóðirnar og ekki hvað síst við íslendingar. Ertu þá jafnvel að tala um falsfréttir og baráttuna gegn þeim? „Já, meðal annars. Áhrif á kosningar og annað slíkt. Við auðvitað verðum að líta á öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir utanríkisráðherra. Í vikunni var greint frá mestu umferð rússneskra kafbáta á Atlantshafi frá því kalda stríðinu sem ráðherra segir ekki vera góðar fréttir. „Frá því innlimun Krímskaga átti sér stað árið 2014 hafa hernaðarleg umsvif Rússa því miður aukist hér á þessu svæði. Því hefur verið mætt, ekki bara að hálfu Bandaríkjanna hér, heldur sömuleiðis frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Það er auðvitað grunnur sem við byggjum okkar traustu varnir á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30