Innlent

Alþingi ræðir sölu bankanna

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir. Fréttablaðið/Stefán

Sérstök umræða verður á þingfundi í dag um íslenskt bankakerfi og sölu á hlutum ríkisins í bönkunum.

Það er Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem er málshefjandi umræðunnar en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvara.

Íslenska ríkið fer í dag með allan eignarhlut Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent í Landsbankanum. Samkvæmt eigendastefnu ríkisins er stefnt að því að selja allan hlutinn í Íslandsbanka en halda eftir 34 til 40 prósenta hlut í Landsbankanum.


Tengdar fréttir

Vandinn ekki krónan heldur kvaðir á banka

Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion, segir fjármögnun fyrirtækja eiga eftir að færast á skuldabréfamarkaðinn. Bankarnir ekki samkeppnisfærir. Stjórnvalda að svara hvort skoða eigi sameiningar.

Ný eigendastefna forsenda fyrir bankasölu

Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir.

Sala bankanna krefst skýrari sýnar

Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.