Ný eigendastefna forsenda fyrir bankasölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 12:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, situr í ráðherranefnd um efnahagsmál. Vísir/vilhelm Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir. Samstaða sé innan ríkisstjórnar um söluna en í fjárlögum er heimild til sölu á hlutum í Íslandsbanka og Landsbanka. Í fjárlögum næsta árs er sem fyrr heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem og hlutinn í Landsbankanum. Fréttablaðið greindi frá nýju minnisblaði Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignarhlutina, í vikunni. Þar komi fram að næsta skref í söluferli bankanna sé að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð. Bókfært eigið fé Íslandsbanka nam um 175 milljörðum króna um mitt þetta ár og fjórðungshlutur hljóðar því upp á um 44 milljarða króna. Lilja Alfreðsdóttir, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál, fór yfir næstu skref varðandi sölu á bönkunum í Sprengisandi í morgun. Hún vildi ekkert gefa upp um tímasetningar varðandi söluna en sagði þó góða samstöðu innan ríkisstjórnar um málið. „Bankasýslan hefur verið að vinna að ákveðnum tillögum og það þarf að halda þeirri vinnu áfram en fyrst og síðast þá þarf að ríkja pólitísk sátt um næstu skref og meta virkilega hver staðan er.“ Þá sé forsenda að uppfæra eigendastefnu ríkisins. „Við höfum talað um að Landsbankinn verði í eigu ríkissjóðs en í núverandi eigendastefnu er það ekki gefið til kynna,“ segir Lilja. „Allt sem við gerum með þetta þarf að vera gert í opnu og gagnsæju ferli og mögulegir kaupendur, hvort sem það er almenningar eða aðrir aðilar, það þarf að vera alveg skýrt hvert hlutverk ríkissjóðs er á þessum markaði. Hún segir mörg tækifæri til að lækka kostnað innan bankakerfisins, með samnýtingu upplýsingakerfa til dæmis, og telur að samkeppnisyfirvöld séu að verða opnari fyrir því. „Ég held að það sé aukinn skilningur, þó að ég þori ekki að fullyrða akkúrat hérna nákvæmlega hvernig þeim samskiptum er háttað.“Hlusta má á Lilju Alfreðsdóttur ræða málefni bankanna, auk fleiri mála, í spilaranum hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00 Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45 Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir. Samstaða sé innan ríkisstjórnar um söluna en í fjárlögum er heimild til sölu á hlutum í Íslandsbanka og Landsbanka. Í fjárlögum næsta árs er sem fyrr heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem og hlutinn í Landsbankanum. Fréttablaðið greindi frá nýju minnisblaði Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignarhlutina, í vikunni. Þar komi fram að næsta skref í söluferli bankanna sé að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð. Bókfært eigið fé Íslandsbanka nam um 175 milljörðum króna um mitt þetta ár og fjórðungshlutur hljóðar því upp á um 44 milljarða króna. Lilja Alfreðsdóttir, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál, fór yfir næstu skref varðandi sölu á bönkunum í Sprengisandi í morgun. Hún vildi ekkert gefa upp um tímasetningar varðandi söluna en sagði þó góða samstöðu innan ríkisstjórnar um málið. „Bankasýslan hefur verið að vinna að ákveðnum tillögum og það þarf að halda þeirri vinnu áfram en fyrst og síðast þá þarf að ríkja pólitísk sátt um næstu skref og meta virkilega hver staðan er.“ Þá sé forsenda að uppfæra eigendastefnu ríkisins. „Við höfum talað um að Landsbankinn verði í eigu ríkissjóðs en í núverandi eigendastefnu er það ekki gefið til kynna,“ segir Lilja. „Allt sem við gerum með þetta þarf að vera gert í opnu og gagnsæju ferli og mögulegir kaupendur, hvort sem það er almenningar eða aðrir aðilar, það þarf að vera alveg skýrt hvert hlutverk ríkissjóðs er á þessum markaði. Hún segir mörg tækifæri til að lækka kostnað innan bankakerfisins, með samnýtingu upplýsingakerfa til dæmis, og telur að samkeppnisyfirvöld séu að verða opnari fyrir því. „Ég held að það sé aukinn skilningur, þó að ég þori ekki að fullyrða akkúrat hérna nákvæmlega hvernig þeim samskiptum er háttað.“Hlusta má á Lilju Alfreðsdóttur ræða málefni bankanna, auk fleiri mála, í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00 Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45 Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00
Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45
Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30