Viðskipti innlent

Ný eigendastefna forsenda fyrir bankasölu

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, situr í ráðherranefnd um efnahagsmál.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, situr í ráðherranefnd um efnahagsmál. Vísir/vilhelm
Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir. Samstaða sé innan ríkisstjórnar um söluna en í fjárlögum er heimild til sölu á hlutum í Íslandsbanka og Landsbanka.Í fjárlögum næsta árs er sem fyrr heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem og hlutinn í Landsbankanum. Fréttablaðið greindi frá nýju minnisblaði Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignarhlutina, í vikunni. Þar komi fram að næsta skref í söluferli bankanna sé að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð.Bókfært eigið fé Íslandsbanka nam um 175 milljörðum króna um mitt þetta ár og fjórðungshlutur hljóðar því upp á um 44 milljarða króna.Lilja Alfreðsdóttir, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál, fór yfir næstu skref varðandi sölu á bönkunum í Sprengisandi í morgun. Hún vildi ekkert gefa upp um tímasetningar varðandi söluna en sagði þó góða samstöðu innan ríkisstjórnar um málið.„Bankasýslan hefur verið að vinna að ákveðnum tillögum og það þarf að halda þeirri vinnu áfram en fyrst og síðast þá þarf að ríkja pólitísk sátt um næstu skref og meta virkilega hver staðan er.“Þá sé forsenda að uppfæra eigendastefnu ríkisins. „Við höfum talað um að Landsbankinn verði í eigu ríkissjóðs en í núverandi eigendastefnu er það ekki gefið til kynna,“ segir Lilja.„Allt sem við gerum með þetta þarf að vera gert í opnu og gagnsæju ferli og mögulegir kaupendur, hvort sem það er almenningar eða aðrir aðilar, það þarf að vera alveg skýrt hvert hlutverk ríkissjóðs er á þessum markaði.Hún segir mörg tækifæri til að lækka kostnað innan bankakerfisins, með samnýtingu upplýsingakerfa til dæmis, og telur að samkeppnisyfirvöld séu að verða opnari fyrir því.„Ég held að það sé aukinn skilningur, þó að ég þori ekki að fullyrða akkúrat hérna nákvæmlega hvernig þeim samskiptum er háttað.“Hlusta má á Lilju Alfreðsdóttur ræða málefni bankanna, auk fleiri mála, í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum

Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað.

Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði

Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum.

Sala bankanna krefst skýrari sýnar

Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.